Fréttir

Skólakort

Við vorum með tilboð til MA, HA og VMA í vor um ódýrari kort. Það tilboð stóð til 1. júní og er því löngu útrunnið. Einhverjir hafa miskilið þetta

Dans, dans---

Það verður Body Jam á Ráðhústorgi kl 13:00 á laugardaginn, já við verðum með í menningarvökunni. Allt dansáhugafólk er hvatt til að koma og dansa með. Í lok opnu vikunnar koma svo brjálaðir afró dansarar

6 Les Mills kerfi í gangi

Við verðum með 6 Les Mills kerfi í gangi í vetur. Ef einhver hefur ekki prófað eitthvað af þeim tímum er tími til kominn. Þessir tímar heita: Body Pump (vinsælasti hóptími í heimi), Body Step, Body Combat, Body Balance, Body Vive og Body Jam.

Gravity fyrir barnshafandi konur

Við ætlum að bjóða uppá leikfimi fyrir barnshafandi konur kl 19:30 á mánudögum og miðvikudögum. Tímarnir verða blanda af Gravity í bekkjum og æfingum á dýnu, með bolta og annað.

Tímatafla haustsins

Tímataflan er stór þetta haustið og fer yfir 80 tíma þegar Cross Fit námskeiðin koma inn í október. Núna eru 37 tímar í opnu töflunni og 31 í lokuðum námskeiðum. Taflan er í stikunni hægra megin en hún er ekki endanleg. Sendið ykkar viðbrögð á abba@bjarg.is

Nýr lífsstílshópur

Við ákváðum að bæta við einum hóp í lífsstílinn vegna mikillar skráningar. Hann verður kl 18:30 á þriðjudögum og fimmtudögum og þriðji tíminn er val um tíma kl 06:10 á föstudagsmorgnum eða laugardagar kl 11:30.

Allt á fullt 31. ágúst

Það verður opin vika hjá okkur 31. ágúst til 6. september. Þá geta allir æft frítt og prufað tíma og tækjasal, farið í pott og gufu. Ný tímatafla tekur við 31. ágúst og opnunartími og barnagæslutími lengist.

BJARGVÆTTIR

Ný námskeið verða í boði í haust sem við köllum Bjargvætti. Þetta eru 4 vikna námskeið sem byggjast á útihlaupum og Gravity. Hlaupið er tvisvar í viku, kl 17:30 á mánudögum og fimmtudögum. Gravitytímarnir eru á þriðjudögum

Nýr lífsstíll, færri komast að en vilja

Mikill áhugi er á lífsstílsnámskeiðunum hjá okkur og þegar full skráning og langur biðlisti í kvöldhópinn, enn eru þó laus sæti í morgunhópnum (9:30). Þar sem áhuginn er svona mikill svo snemma er frekar líklegt að einum hóp verði bætt við. Áhugasamir fylgist með

Cross Fit

Við ætlum að bjóða uppá Cross Fit námskeið í byrjun október. Tveir kennarar muna fara utan á námskeið í september og læra allt um Cross Fit. Við erum að viða að okkur ketilbjöllum, olympískum stöngum