Fréttir

Inni, inni, inni

Veðrið er bara dásamlegt,  samt ætlar Óli að hafa þrektímann í dag og á fimmtudaginn inni. Hvetjum alla til að prufa góðan þrrktíma.

Inni, inni

Já, Óli ætlar að vera með þrektímann inni í dag.  Vonum að verðrið fari að batna og útipallurinn okkar góði fara að nýtast betur.

Úti í dag.

Það er tími í töflunni sem heitir úti/inni tími. Við látum vita sama dag hvort verður, að sjálfsögðu háð veðri. Núna er gott veður og Óli stefnir út.

Akureyri á iði.

Síðasta þriðjudag var allt á iði hèr á Bjargi. Frítt í tækjasal og tíma og margir notuðu tækifærið því það var fullt í öllum tímum.  Næst verður opið hús á miðvikudag. 

Lokað uppstigningardag

Næsta fimmtudag verður lokað á Bjargi, 14. maí.  Hvetjum alla til að taka þátt í 1. maí hlaupi UFA sem verður þennan dag kl. 11.  Hlaupið er keppni á milli Grunnskóla, það er leikskólahlaup 400m hrigur á Þórsvellinum, og svo 5 km. hlaup fyrir alla.

Hópeinkaþjálfun hjá Óla

Óli er komin langt með að fylla í 3 hópa sem hann verður með næstu 5 til 6 vikurnar.  Tímarnir eru kl. 6:10, 10:15 og 16:30 á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum.  Það eru komnir 4 í hvern hóp og því pláss  fyrir tvo í viðbót ef einhverjir eru að spekúlera.  Einstakt tækifæri hjá frábærum þjálfara.

Sumardagskráin hefst

Sumarið er komið og við verðum með flotta tímatöflu þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Opnunartíminn breytist líka. Opið verður til kl. 21 mánudaga til fimmtudaga, til 19 á föstudögum,  9 til 14 á laugardögum og 10 til 13 á sunnudögum.

Hot Fit

Hot Fit tíminn á fimmtudag kl. 8:15 fellur niður.  Tóta mætir galvösk í tímann kl. 6:10 og kennir Hot Fit eins og henni einni er lagið.  Þetta eru síðustu heitu morguntímarnir.  Í næstu viku verður Gravity kl. 6:10 og Hot fit á miðvikudegi kl. 8:15.

Sumaropnun fer í gang 11. maí

Það er orðið rólegra eftir kl. 21 á kvöldin og því munum við stytta opnunartímann frá og með 11. maí.  Núna er opið til kl. 23 en í sumar styttist það til kl. 21.

Opið í alla lokaða námskeiðs tíma í næstu viku.

Við erum að klára námskeið eins og Nýtt útlit, dekurnámskeið, lífsstíl og Gravity bolta í næstu viku. Einhverra hluta vegna þá dettur aðsóknin niður síðustu tvær vikurnar. Við ætlum því að opna fyrir alla sem eiga kort á Bjargi inn í þessa tíma í næstu viku.