Fréttir

Frítt í spinning á föstudögum kl 17:15

Nú er að fækka aðeins í tímunum eins og gerist oft í desember.  Abba og Óli ætla að gefa öllum sem vilja frítt í spinning á föstudögum kl 17:15 í desember.  Spilum jölalög í bland, kertaljós og kósíheit.

Jólamatur

Abba ætlar að vera með öðruvísi matreiðslukennslu núna.  Jólamatur sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og allt meðlæti og svo eftirréttur.  Einhverjar smákökur fljóta með og hollt nammi. Synikennsla og smakk fyrir alla.  Þetta er svaka gott en líka þokkalega hollt allt saman og spennandi fyrir þá sem eru alltaf í sama farinu. Hún ætlar líka að koma með hugmyndir að jólagjöfum, sniðugt og misódýrt, matarkins og eitthvað meira. Þetta verður fimmtudaginn 28. nóvember kl 20 í kjallaranum á Bjargi og tekur bara rúma klukkustund.  Verð er 1000 kr fyrir þau sem eru á námskeiðinu Nýtt útlit en 1500 kr. fyrir aðra. Skráning á blaði sem er á Bjargi eða í tölvupósti á abba@bjarg.is.

Æfing dagsins vinsæl!

Þetta er skemmtilegasta og besta æfingakerfi sem ég hef æft eftir, sagði einn viðskiptavinur um daginn.  Hann átti við æfingu dagsins sem Óli setur á töfluna í salnum tvisvar í viku, 4 æfingaprógrömm.  Þannig að þrtta er eins og frí einkaþjalfun 4x í viku og Óli er í salnum alla virka morgna frá 6-8, lengur á þriðjudögum og fimmtudögum og svo má alltaf spyrja hann og Öbbu ef eitthvað er óljóst við æfinguna.

60 mínútna Hot yoga á sunnudögum

Nú líður að jólum og nóg að gera hjá flestum.  Yogadömurnar þrjár ætla að koma til móts við það og stytta tímann á sunnudögum um hálftíma.  Fram að áramótum verður sá tími 60 mínútna langur.  Hvetjum alla til að gefa sér tíma til að koma inní hitann og liðka skrokkinn, bæta líkamsstöðuna og vera í núinu.

Breyting hjá Nýju útliti

Spinningtíminn á miðvikudögum kl 16:30 var aukatími fyrir áhugasama hjólara.  Nú er svo komið að mæting í tímann er of lítil til að halda honum inni.  Hann mun því ekki verða næsta miðvikudag.  Bendum á spinningtímana kl 8:15 á mánudögum og 17:15 á föstudögum í staðinn.

Bjargþrekið fyrir alla

Hvetjum ykkur til að koma í Bjargþrekið á laugardagsmorgnum kl 9.  Það er pláss fyrir allt að 80 manns og þessi timi er opinn fyrir alla, líka þau sem kaupa ódýrt tækjakort.  Þetta er skemmtilegur og fjölbreyttur þrektími þar sem tækjasalur og .rektímasalurinn eru notaðir og allt sett í botn.  Oftast eru tveir kennarar sem stjórna tímanaum.  Ekki amalegt að byrja helgina þarna, fara svo í pottinn og fá sér Smoothie á eftir.