Fréttir

Hætt að skrá í opna Hot Yoga tíma

Aðsóknin er orðin jöfn og góð í Hot Yoga og erum við því hætt að skrá í opnu tímana. það er pláss fyrir 30 manns og hefur sú tala haldist nokkuð jöfn undanfarið. Þannig að fyrstir

Aðahald eftir jólin

Munið eftir matseðlunum okkar hér til hægri. 14 dagar og fullt af heilræðum og uppskriftum. Sumir eru enn að berjast við jólafituna og vantar hugmyndir af léttum og hollum réttum.

Boltanámskeið á döfinni

Það er á döfinni að setja inn boltanámskeið og munum við auglýsa það fljótlega. Það verður blanda af öllu því besta með stóran bolta, lóð

Zumban er opin

Zumban verður kennd áfram á þriðjudögum og fimmtudögum og tímarnir eru opnir. Það var frítt fyrir alla í síðustu viku en í framhaldinu þarf fólk að eiga kort til að vera með.

Karlaáskorun Bjargs, lækkað verð

Já, við ætlum að koma til móts við strákana og rukka eitt gjald á lið í karlaáskoruninni. Það geta verið 5 í liði og borga 60þúsund fyrir

Skráning hafin á næstu námskeið í Gravity, CrossFit og Hot Yoga.

Við erum byrjuð að skrá á næstu námskeið sem byrja í kingum 7. febrúar. CrossFit kl 06:15 þrisvar í viku, Gravity kl 06:15 og 08:30 (byrjar 14. febrúar) og vefjagigtarhópar kl 17:30 og 18:30. Hot Yoga kl 08:30 og 16:30 tvisvar í viku.

75 manns skemmtu sér í Zumbunni

Zumban hjá Evu byrjaði vel. Um 75 manns mættu, svitnuðu, dönsuðu og skemmtu sér hið besta. Næsti tími er á fimmtudaginn kl 18:30

Troðfullir tímar

Það komu um 310 manns í hóptímana í gær: Hot Yoga, Zumbu, Body Pump, spinning, Body Balance og Boxercise. Síðan komu álíka margir í tækjasalinn yfir daginn. Á svona dögum er oft erfitt að finna bílastæði á planinu.

Anna litla fertug í gær

Anna Ársæls sem kennir pump, spinning, Combat og fleira varð fertug í gær. Hún kom að sjálfsögðu og kenndi pumpið í gær. Klæddi sig flott og t´´ok svo 40 armbeygjur frá tám og allir með henni

Fab-travel

Við erum í samstarfi við FAB- Travel (free as a bird), umboðsskrifstofu fyrir meðal annars heilsutengda ferðaþjónustu. Þau bjóða uppá öðruvísi pakka fyrir ferðamenn til Akureyrar og erum við inni með gleði fyrir óvissuhópa, dekur í nuddi og pottum, líkamsrækt hóptíma og tækjakennslu og heilsuhelgar með öllu. Hvetjum alla til að skoða þessa síðu, og þá HAF ferðir(health and fun).