01.12.2014
Nokkrir tímar falla niður í desember vegna ónógrar aðsóknar. Hot yoga á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum
verða í þessari vilu en falla svo niður fram á næsta ár. Einnig Hot Fit kl. 8:15 og Gravity á föstudögum kl. 16:30. Sjáum
til með aðra tíma.
Opnunartíminn á sunnudögum styttist til kl. 14. Þegar nær dregur jólum munum við stytta opnunina einhver kvöld um 2 klst. og loka kl. 21.
Enn sem komið er er bærileg aðsókn á kvöldin til kl. 23.
27.11.2014
Þórunn og Arna Benný eru báðar uppteknar næsta laugardag og því fellur Zumban niður. Við sjáum svo til með desember hvort
við höfum einn tíma 6. des. en setjum laugardagsZumbuna svo í frí fram á næsta ár.
25.11.2014
TRX bönd og upphífustöng eru komin á efri hæðina, gagnast í hóptímum og allan daginn þegar neðri hæðin er full.
Róðrarvélin fyrir skíðagöngumenn sem er komin í tækjasalinn hefur vakið mikla lukku hjá þeim sem stefna á Vasa
gönguna. Vélin hentar öllum og hvetjum við fólk til að prufa hana. Gravitybekkirnir á efri hæðinni eru mikið notaðir allan
daginn. Tækin sem eru þar eru líka vinsæl og svo bara að hamast í sippi, dansi, kviðæfingum eða hverju sem er og hafa meiri frið og
pláss. Heiti teygjusalurinn við hliðina á tækjasalnum er líka vinsæll og gott að leggjast þar og slaka á eftir erfiða æfingu
eða að taka hluta æfingarinnar í hitanum.
24.11.2014
Það er mikið spurt um námskeiðin sem byrja í janúar. Við byrjum að skrá í þau 1. desember. Nýtt útlit,
Dekurnámskeið, Nýjan lífsstíl, FIMM/TVO, Gravity námskeið og Gravity/bolta námskeið. Nýtt námskeið verður í
boði fyrir fólk sem vill ná tökum á bjöllunum. Tryggvi mun sjá um kennsluna á því námskeiði.
18.11.2014
Það virðist sem Vinyasa Hot yoga hafi fælt fólk frá því að mæta í Hot yoga á mánudögum. Abba og Hóffa
kenna þessa tíma og hafa ákveðið að kenna venjulegt Hot yoga á mánudögum. Minna álag á axlir, olnboga, úlnliði og
bak. Hvetjum alla til að prufa yoga, líka fólkið sem er í besta forminu, þið hafið bara gaman af þ.ví að takast á við
stöðurnar og gætuð komið ykkur sjálfum á óvart í liðleika og búkstyrk. Power Hot yoga er fyrir þá sem vilja finna
soldið fyrir tímanum og taka aðeins erfiðari stöður.
15.11.2014
Árið í tækjasalinn kostar bara 49.000 kr., 39.000 kr. ef þú ert í skóla. Innifalið í kortinum er að sjálfsögðu
frjáls aðgangur að tækjasal og vikulega er hægt að fara í Ólatíma eða Zumbu á laugardögum. Ólatíminn er fyrir
alla sem vilja alvöru þrektíma og Zumban fyrir þau sem hafa gaman af dansi og vilja svitna ærlega og fá útrás fyrir gleðina.
14.11.2014
Það er hægt að komast að á Gravity námskeiðinu sem er kl. 18:30 á þriðjudögum og fimmtudögum. Notum Gravitybekkina mest en
líka bolta, teygjur og lóð. Möguleiki að kaupa 3 til 5 vikur.
13.11.2014
Abba er komin heim og ætlar að kenna Hot yoga í hádeginu á morgun ef einhver mætir. Ef tíminn fer ekki almennilega af stað aftur þá
munum við fella hann út úr töflunni.
Það má gera ráð fyrir að einhverjir tímar tínist út í desember og við munum stytta opnunartímann á föstudögum
og sunnudögum í desember.
10.11.2014
Við ætlum að opna Gravitytímann á fimmtudögum kl. 8:15 fyrir alla. Gravity er eitthvað sem allir verða að prufa og flestir sannfærast.
Abba kennir þessa tíma.
10.11.2014
Nú er kalt og því tilvalið að prufa Hot Fit. Það eru tveir opnir tímar á morgun kl. 8:15 og 16:15. Hot Fit eru skemmtilegir
þrektímar í heita salnum. Mælum með því að fólk sé berfætt og léttklætt. Lúmskir svitatímar
sem henta öllum. Abba er svo með volga dekurtíma kl. 8:15 á mánudögum og miðvikudögum. Tímarnir fylgja dekurnámskeiðinu fyrir
50 ára og eldri, en það er alveg pláss fyrir fleiri og því sjálfsagt að prufa þessa tíma.