Fréttir

Hot yoga

Nú er Hot yoga áskorunin að klárast á mánudaginn.  Við hvetjum alla til að halda áfram og missa ekki niður það sem hefur áunnist og halda áfram á leiðinni til betra lífs.  Ótrúlega margir tala um að þeir hafi reynt allt í líkamsrækt en ekki enst, svo prufuðu  þeir Hot yoga og það er bara best.  Seljum mánaðarkort á 10.000 kr og 10 tíma kort á sama verði.  Hægt er að kaupa aðgang fram að áramótum fyrir 25.000 kr og þá er tækjasalurinn innifalinn og Body Balance.

Unglingaþrek og 50 +

Tóta og Adda Þóra taka við þeim sem vilja fara í unglingaþrek eða í þrektíma fyrir 50 ára og eldri.  Símarnir Þeirra eru Tóta 895-6412, Adda Þóra 867-9957.

Nýtt útlit

Það er hægt að byrja hvenær sem á námskeiðinu Nýtt útlit.  Núna er pláss í öllum hópum, kl. 8:15, 16:30 og 17:30(18:30, 17:15).  Það má fara á milli hópa og föstu tímarnir eru 11.  Þrektímar í salnum uppi (Gravitybekkir), heitir þrektímar niðri og spinning á efri hæð.  Innifalið í námskeiðinu er vikuleg fræðsla í netpósti, frjáls mæting í tækjasal, Hot yoga og Body Balance, vigtun og mælingar.  Abba og Óli sjá um flesta tímana.

Föstudagar

Það hefur komið í ljós að margir eru ánægðir með lengri opnunartíma og munum við halda honum.  Samt er enginn að koma eftir kl. 21 á föstudögum.  Við ætlum því að stytta föstudagana í 21.  Áfram verður opið til kl 23 aðra virka daga og 10-16 um helgar.

Sviti og hiti

Núna erum við að klára viku 3 í Hot yoga áskoruninni.  Um 70 manns eru skráðir í hana og hafa flestir verið duglegir að mæta.  Við erum með 10 tíma í boði vikulega og það er misjöfn mæting í þá, allt frá 5 og uppí rúmlega 40.  Þegar áskoruninni er lokið munu vinsælustu tímarnir halda áfram, 4-5  tímar vikulega.  Hvetjum ykkur til að mæta vel um helgina, tveir föstudagstímar, einn á laugardag og svo langi tíminn á sunnudag, allir verða að prufa einn svoleiðis.

Bjart og flott

Gluggarnir og hurðin út á útisvæðið voru komin í kl 16 á laugardag.  Fumlaus handtök steypusögunar norðurlands og smiðanna voru ástæðan.  Það var opið allan tímann og hægt að fylgjast með.  Núna er bjart í salnum og flott að horfa yfir í heiði.  Tækjasalurinn er að virka vel og við erum búin að setja inn ýmis smáatriði sem skipta máli.  Langur opnunartími mælist vel fyrir svo og að það kosti aðeins um 4000kr á mánuði að æfa í þessum sal og komast í einn þrektíma vikulega. 

Fyrsti glugginn kominn!

Í morgunn kl 11 vippuðu steypusögunarmennirnir fyrsta hnullungnum út með krana, 4 tonn og allt gekk vel.  Smiðirnir skelltu svo fyrsta gluhgganum í.  15 manns voru að æfa og urðu vitni að þessari aðgerð en engum varð meint af.

Frumflutningur á Body Balance

Hólmfríður og Aðalbjörg frumflytja nýjan Body Balance á morgun, nr. 62.  Til gamans má geta þess að núna er eitt lag með íslenskri hljómsveit, Of monsters and men eru þarna með Little talks og við gerum Pilates kviðæfingar meðan við hlustum á lagið.

Gæsla og yoga fyrir börnin

Því miður hefur fólk ekki notfært sér gæsluna og yogað fyrir börnin á laugardagsmorgnum.  Gerður rukkaði 500 kr fyrir skiptið og sinnti börnunum vel, en of fáir eru að notfæra sér þessa þjónustu til að hún borgi sig.  Þannig að það er engin gæsla á morgun en salurinn niðri er opinn fyrir eldri krakka og eitthvað af leikföngum eru þar, dýnur og boltar.

Spinning

Núna eru spinninghjólin komin á stóran sal og nóg plass og gott loft.  40 hjól og hægt að spinna t.d. einu sinni í viku hjá Tryggva og þá fylgir þrektíminn á laugardögum með fyrir 14.000 kr. fram að áramótum, það er bara slikkur.  Já, kannið málið hvort þið voruð að mæta oftar en 2x í viku, ef ekki þá er þetta flottur díll.  Body Balance 1x í viku fram að áramótum kostar líka 14.000 kr og þá fylgir einn Hot yoga tími með og Bjargþrekið ef vill, en Balancinn er á laugardögum eins og þrekið. Einmitt, til hagsbóta fyrir viðskiptavininn.