Fréttir

Breyting á barnagæslu

Það er mjög rólegt í barnagæslunni á morgnana og hefur hún lítið verið notuð milli kl 08:15 og 09:00 núna í september. Við ætlum því að breyta tímanum úr 08:15-11:00 í 09:00-11:00

60 manns í spinning

Það er með eindæmum hvað spinningtímarnir eru vinsælir. Við skelltum inn nýjum tíma í gær kl 16:30 og það komu strax 25 manns í hann og svo rúmlega 30 kl 17:15. Spinning er frábær þjálfun

Þrektími, Body Step, CrossFit

Það eru margir að mæta í Body Step á mánudögum og því höfum við ákveðið að stóri salurinn fari undir þann tíma. Þrektíminn sem var þar mun því sameinast CrossFit tímanum sem Óli er með

Sjónvarpsupptaka í Body Vive

Sjónvarpið mun mæta í Body Vive tímann á morgun til að mynda Öbbu. Auðvitað munu aðrir sjást eitthvað og viljum við því láta alla vita sem myndu vilja koma og styrkja hana í þessum tíma,

Gravity, Gravity

Vinsældir Gravitytímanna hafa sjaldan verið meiri, enda er þetta frábær styrktarþjálfun sem hentar öllum. Næstu 4 vikna námskeið hefjast 4. október. Skráning er hafin og verða eftirtaldir tímar í boði:

Skráning hafin á Hot Yoga námskeiðin

Við erum byrjuð að srá á Hot Yoga námskeiðin sem byrja 12. október. Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl 07:00, 08:30, 14:00, 18:00 og 19:30. Síðustu tveir hóparnir verða tvisvar á fimmtudegi og tvisvar á sunnudegi vegna spilakvölds sem er annan hvern fimmtudag í salnum.

Troðfullt í Ólatíma og Hot Yoga

Það komu 50 manns í Ólatímann í gær, rosa gaman og fín stemming. Abba kenndi svo tvo velfulla Hot Yoga tíma í dag þar sem svitinn rann og flestir komu sjálfum sér á óvart í liðleika.

Nýr spinningtími

Það hefði verið hægt að fylla tvo spinningtíma á fimmtudaginn kl 17:30. Við erum oftast með um 35-38 hjól í gangi og allir tímar troðnir. Við ætlum því að bæta við tíma kl 16:30 á þriðjudögum. Þetta er 45 mínútna tími, snarpur og stuttur. Hann kemur inn í næstu viku.

Notalegt í Hot Yoga

Það var góð stemming í Hot Yoga á þriðjudaginn. Byrjuðum námskeiðið og svo var opinn tími á eftir sem virtist mælast vel fyrir. Flestir voru hissa á því hvað þeim leið vel í hitanum og fundu fyrir auknum liðleika og vellíðan.

Sundlaug á Bjargi?

Þá er framkvæmdum við gólfið í spinning/CrossFit salnum lokið. Er þetta sundlaug spyrja sumir, en gólfið er fallega glansandi blátt,