27.10.2005
Sverrir Meldal smiður hefur verið að vinna úti undanfarið og klætt viðbygginguna og vegginn við útisvæðið. Breytingin er mikil og þetta verður rosalega hlýlegt þegar búið er að klæða allan vegginn út að horni.
25.10.2005
Unglinganámskeiðinu lauk sl. föstudag og voru tvær sem náðu 5% léttingu á 6 vikum og fengu 3 mánaða kort í verðlaun. Ein stelpa var með 100% mætingu og fær einnig verðlaun.
25.10.2005
Þrekmeistarinn verður í höllinni 5. nóvember. Sólrún kallaði áhugasama á æfingu fyrir rúmri viku síðan og það komu 3.
24.10.2005
Það var rosa stuð á laugardaginn og gaman hjá þeim sem mættu. Því miður voru allt of margir sem skráðu sig og tóku frá hjól sem þeir mættu svo ekki á.
19.10.2005
Það verður partýdagur hjá okkur næsta laugardag. Nóg að gera frá 9-18. Fyrst verður Ólatími kl. 09:00 um morguninn. Body balance kl. 10:30, lífsstíll og karlapúl kl. 11:30 og Body Jam kl. 13:00.
19.10.2005
Við ætlum að bæta við Gravity námskeiði á morgnana, þannig að fyrra námskeiðið verður kl. 06:15 (ekki 06:20) og svo bætist við annað kl. 06:55.
17.10.2005
16. október fyrir ári síðan opnuðum við nýju aðstöðuna. Hún hefur gjörbreytt öllu hér á Bjargi og fáum við oft að heyra það frá okkar viðskiptavinum.
15.10.2005
Breytingin er á þriðjudögum: Body Attack færist fram og verður framvegis kl. 16:30 og Body Pumpið færist aftur um 15 mínútur og byrjar því kl. 17:30.
14.10.2005
Nú er orðið fullt í 21 tíma í Gravity og voru tímarnir fljótir að fyllast. Þetta er spennandi kerfi og virkilega öflugir tímar.
10.10.2005
Sunnudaginn 16. október er ár liðið frá því við opnuðum nýju aðstöðuna. Við ætlum að halda upp á það með því að bjóða uppá 5 fría Gravity tíma á sunnudeginum.