Fréttir

Meira unglingaþrek

Það verður annað 4 vikna námskeið fyrir unglinga núna í júlí og klárast fyrir verslunarmannahelgi. Tryggvi Kristjánsson mun kenna á þessu námskeiði og bjóða uppá fjölbreytta þjálfun eins og spinning,

Fækkum tímunum

Við ætlum að fella niður morgunþrekið á mánudögum og föstudögum kl 08:15 frá og með 5. júlí. Miðvikudagstíminn verður ennþá inni. Crossfit tímarnir á morgnana verða áfram en ekki öruggt að kennari mæti á svæðið.

Body Combat hætt fram á haustið

Það hefur fækkað verulega í Body Cambat tímunum og þeir eru því hættir. Byrjum aftur með þá í haust. Útihlaupin og þrekið áttu bara að vera út júní, en aðsóknin þar er góð svo við ætlum að halda áfram

Tryggvi og Anný byrjuð að kenna!

Við misstum góða kennara suður sl vetur sem eru komnir tilbaka aftur. Þetta eru Anný og Tryggvi en þau munu kenna hér í sumar og næsta vetur. Bæði eru frábærir spinningkennarar og Boxercise kennarar. Við munum örugglega endurvekja boxtímana næsta vetur.

Íslenska landsliðið nr 4

Síðan hefur lítið hreyfst undanfarið því Abba var á Möltu sem fararstjóri með íslenska landsliðinu í frjálsíþróttum. Liðið varð í 4.sæti af 15 þjóðum í Evrópukeppni landsliða í 3ju deild. Frábær árangur sem hægt er að sjá á fri.is og mbl.is.

Akureyrarhlaupið um helgina

Hvernig væri nú að skella sér í létt skemmtiskokk um helgina? Rða prufa 10 km hlaup, hálft maraþaon? Bara létt og skemmtilegt. Akureyrarhlaupið er á laugardaginn næsta og hefst

Litríkur hópur!

Skemmtilegir og lítríkir krakkar komu hingað í heimsókn í dag. Þau eru á námskeiði eða í vinnu hjá bænum við það að vera skemmtileg og öðruvísi, fá okkur til að brosa í góða veðrinu. Takk fyrir komuna og gleðina.

Lokað 17. júní

Það er að sjálfsögðu lokað hér á þjóðhátíðardaginn.

Gull og silfur í Bláalónsþrautinni

Nokkrir úr hjólahópnum skruppu suður um helgina og kepptu í Bláalónsþrautinni. Mikill fjöldi var í keppninni og er hægt að skoða úrslit og myndir inná www.hrf.is. Tveir úr hópnum komust á pall, Halldór

Sprækir unglingar um allt

4 vikna námskeiðið fyrir unglingana var fljótt að fyllast og gaman að sjá krakkana hlaupa hér um stígana í kringum húsið og hamast í CrossFit og öðrum greinum. Ef þú hreyfir þig reglulega