30.11.2008
Það eru nokkrir farnir að spyrja um hvernig verður opið um jól og áramót. Við lokum aðeins í 4 daga alls. Allt um þetta hér til hægri undir jól á Bjargi. Við höfum alltaf verið með gleði um áramótin og það verður enn meira núna.
26.11.2008
Það kom góður hópur í hádeginu í gær og hló og lék sér með Kristjáni hláturjóga leiðbeinanda. Hann er tilbúin að fara út í fyrirtæki og taka að sér hópa í óvissuferðum eða annarri hópeflingu.
20.11.2008
Skráning á lífsstílsnámskeið næsta árs hefst 24. nóvember. Byrjum líka að skrá á Gravitynámskeið og Bjargboltann þann dag. Lífsstíllinn og Gravity námskeiðin hefjast 12. janúar, boltinn 20. janúar. Lesið nánar um námskeiðin 2009 undir næstu námskeið í stikunni til hægri.
16.11.2008
Kreppukortin hafa selst vel og fólk verið þakklátt fyrir þetta góða boð. Við ætlum að bjóða þau áfram út árið og sjá svo til.
14.11.2008
Binni verður með brjálað rokkþema í spinning í dag kl 17:30. Allar sortir af rokki frá öllum tímum. Hann mætir að sjálfsögðu með sólgleraugun og í viðeigandi dressi.
10.11.2008
Það er alltaf fullt í öllum spinningtímum og súperspinningtíminn á sunnudaginn var líka fullur. Spinning er frábær þjálfun og gott að koma og losa um spennuna, svitna í myrkrinu og hlusta á góða tónlist.
10.11.2008
Það eru margir að nýta sér fría Body Jam tíma á laugardögum. Síðast mætti heill vinnustaður og skemmti sér vel. Jammið er ekki erfitt og ef ykkur finnst skemmtilegt að hreyfa ykkur eftir tónlist þá eru þetta tímarnir. Geggjuð spor og klikkuð tónlist.
05.11.2008
Afreksskóli Þórs er nýr valkostur fyrir krakka sem stefna lengra í íþróttum. Þessi hópur er að lyfta hjá okkur svo og meistaraflokkur Þórs í knattspyrnu. Allir Þórsarar (14 ára og eldri) sem eru að æfa handbolta, körfu eða fótbolta geta keypt mánaðarkort á 4000kr. Það þarf að sýna skírteini eða kvittun um að viðkomandi sé að æfa.
03.11.2008
Það eru allir orðnir leiðir á krepputalinu og því best að æfa sem mest og njóta lífsins.
Við höfum ákveðið að koma til móts við það fólk sem getur einhverra hluta vegna æft um miðjan daginn. Bjóðum mánaðarkort á 4900kr