Fréttir

Partýstemming í áramótatíma!

Það mættu um 60 manns í lokatíma árasins. 7 kennarar sáu um kennsluna: Body jam og Body Attack í upphitun(Abba og Aldís). Svo var skipt í 3 hópa sem fóru í Body Pump til Birgittu, spinning hjá Önnu, Step hjá Hóffu, Fit Pilates hjá Huldu og tæki og annað bull hjá Öbbu.

Áramótatími!!

Stefnum á stóran áramótatíma laugardaginn 30. desember kl. 09:30-11:30. Ætlunin er að allir byrji saman og svo skiptum við ykkur í 4 hópa sem fara á milli kennara sem djöfla ykkur út.

Fit Pilates námskeið

Við vorum með kynningu á Fit Pilates á dekurhelginni. Rúmlega 100 manns komu í prufutíma og líkaði vel. Því ætlum við að fara af stað með námskeið eftir áramót.

Gravity Pilates

Aukahlutirnir á Gravitybekkina til að geta kennt Gravity Pilates komu í gær. Þannig að við getum byrjað með þá tíma í lok janúar.

OPNUNARTÍMI YFIR JÓL OG ÁRAMÓT

Þorkláksmessa 10 - 12 Aðfangadagur lokað Jóladagur lokað Annar í jólum 10 - 12 Gamlársdagur 10 - 13 Nýársdagur lokað

Viðgerðir!

Vegna viðgerðar á snjóbræðslukerfi verður að loka aðal innganginum að Bjargi mánudaginn 18. des og þriðjudaginn 19.des. Vinsamlegast gangið um kjallara inngang á meðan á framkvæmdum stendur.

18 þriggja mánaðakort út!

Það fóru út 18 þriggja mánaðakort í gær þegar við útskrifuðum lífsstílshópana tvo eftir 14 vikna námskeið. 12 náðu 10% léttingu og hin kortin fóru svo í verðlaun fyrir mestu léttingu, flesta sentimetra farna og fyrir góða mætingu. Óskum öllum til hamingju með frábæra árangur.

Mörg námskeið að klárast.

5 Gravitynámskeið kláruðust á föstudag, það síðasta er búið um 11. des. Síðasti tíminn hjá lífsstílshópunum er 6. des og Vo2 max er til 16. des.

Árshátíðaferð starfsfólks!

Munið að konutíminn og þrek 3 falla niður á föstudag. (næastum allt starfsfólkið er á leið út í óvissuna). Ólatími verður ekki á laugardag, Fit Pilates verður í stað Body Balance timans (skráning 20 komast að), Vo2max fara á gönguskíði og Hrafnhildur verður með Body Jam.

Næst verður dekrað við starfsfólkið!

Dekurhelgin tókst vel og kennarar, starfsfólk og nuddarar dekruðu við viðskiptavinina. Margir vinningar fóru út, mánaðarkort, 50% afsláttur á Gravitynámskeið, skyrsmoothe og nuddtímar. Um næstu helgi ætlum við að fara í óvissu og árshátíðaferð með starfsfólkið.