01.10.2008
Ósk Jórunn sjúkraþjálfari hefur verið með Gravity námskeið fyrir 60 ára og eldri kl 09:30 tvisvar í viku. Nýtt námskeið hefst á mánudaginn og eru 4 bekkir lausir.
30.09.2008
Við ætlum að bæta við tveimur tímum vegna fjölda áskorana. Gravity Plús er erfiður Gravitytími sem kemur inn á fimmtudagana kl 17:30 og byrjar í næstu viku. Það þarf að skrá sig í þessa tímaog skráning hefst á laugardegi.
28.09.2008
Það var æðisleg stemming í troðfullum Body Balance tíma í gær. Nýju æfingarnar er góðar, tónlistin frábær og kennararnir 3 stóðu sig vel. Body Pumpið, Steppið og Vivið var að virka vel líka og geggjuð stemming í öllum tímunum.
25.09.2008
Morgunþrekið sem er kl 08:15 þrisvar í viku mun fá tilbreytingu frá þrektímunum 1x í mánuði. Síðasta föstudag í hverjum mánuði munum við bjóða uppá Bjargboltatíma eða Body Balande.
25.09.2008
Hóffa og Jóna verða með nýtt Step í dag kl 16:30. Einfaldur en skemmtilega öflugur pallatími þar sem svitinn lekur, lærinn stinnast og kúlurassinn verður sætari.
22.09.2008
Þessa viku ætlum við að frumflytja ný prógrömm í Les Mills kerfinu. Body Vive og Body Pump á þriðjudag. Abba og Hóffa kenna Vivið og Anna og Birgitta Pumpið. Gaman væri að sjá fjólublá og rauð föt eða svitabönd í tímunum og það verður partýstemming.
21.09.2008
Næstu Gravitynámskeið hefjast 6. október og er skráning hafin. við breyttum tímanum á námskeiðinu sem var kl 16:15 í 16:30 til að ná barnagæslunni sem byrjar 16:30 alla virka daga.
21.09.2008
Það er söfnunarkassi á Bjargi fyrir Gísla og fjölskyldu. Sumir vilja frekar setja pening í bauk en leggja inn á reikning. Þessi kassi verður þarna næsta mánuðinn fyrir alla sem vilja styrkja.
20.09.2008
það voru um 300 manns sem mættu og fóru upp að Skíðastöðum. Stemmingin var góð og frábært að sjá hvað margir fóru alla leið. Heilu fjölskyldurnar komu og börn í barnavögnum, fólk með hunda og hestamenn.
20.09.2008
Súperspinningí 2 klst, 5 kennarar, fullt af frábærri tónlist, óskalög, hægt að bjóða í og losna við kennarann, fá kennarahjólið, láta Öbbu þegja og Binna fara úr að ofan.