23.02.2016
Við höfum skipt út bjöllutímanum á miðvikudögum en sett inn í staðinn Quick Spinning. Snarpur spinningtími í 30mín sem hentar vel fyrir eða eftir æfingu í tækjasal og þá sem hafa stuttan tíma en vilja góða æfingu.
17.02.2016
KBT á fimmtudögum er dottinn út úr töflu. Hann er þó 2x í viku á mánudögum kl 18:30 og miðvikudögum kl 19:30
15.02.2016
Þriðjudagskvöldið 16. febrúar kl 20 ætlar Laufey Hrólfsdóttir
doktorsnemi í næringarfræði að koma og vera með erindi um heilbrigða
lífshætti, næringu og gott mataræði fyrir okkur á Bjargi. Ókeypis er á fyrirlesturinn fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi. Fyrir aðra kostar 1.000 kr. Ekki láta þetta fram hjá þér fara!
15.02.2016
Tvö 5 vikna námskeið eru að hefjast hjá okkur.Hið vinsæla námskeið Dekur 50+ hefst í dag og er 3x í viku, þar af er einn volgur tími.Gravity/bolti, magnaðir styrktartímar, hefst á morgun, þri, og er 2x í viku. Þeir sem eru á námkseiðum hjá okkur mega æfa í tækjasalnum að vild og mæta í opna tíma á meðan námskeiði stendur.http://www.bjarg.is/is/namskeidVerið velkomin!
08.02.2016
Heiti Kvið, bak og teygjutíminn okkar mun færast um 1 klst frá og með næsta miðvikudegi og hefjast kl 19:30.