Fréttir

Body attack og súperkeyrsla í dag!

Nú eru spennandi tímar í dag og ekkert annað að gera í rigningunni en að skella sér inn og svitna. Sólrún verður með fyrsta Body Attack tíma vetrarins og spennandi að koma og prufa, góður þoltími. Óli og Tryggvi verða með Súperkeyrsluna og kynna í leiðinni Vo2 max námskeiðið sem byrjar 16. september. Komdu og prufaðu annanhvorn tímann í kvöld (17:30 Attack, 18:30 Súper).

Fullt í öllum tímum!

Opna vikan byrjaði í gær og hér var nóg að gera. Góð mæting var í alla tíma og fullt að gera í tækjasalnum.

Opin vika 28. ágúst til 3. september!

Því miður féll niður hvenær opna vikan er í Extra. Þetta getur gerst. Við einbeittum okkur of mikið að því að hafa smáatriðin rétt þ.a. aðalatriðið var ekki í lagi. En vikan byrjar á mánudaginn og nýja tímataflan líka. Biðjumst velvirðingar á þessari vitleysu.

40 á hlaupanámskeiði

Það er gaman að lifa núna? Sól og blíða og fullt af fólki á hlaupanámskeiði. Langhlauparadeild UFA og Bjarg stendur fyrir hlaupanámskeiði sem er hugsað fyrir byrjendur sem vilja taka þátt í Akureyrarhlaupinu 16. september og bara læra að hlaupa.

Hjólagarpar

Hjólahópurinn er búinn að vera óvenju stór í sumar og að sjálfsögðu öflugur. Þau stóðu fyrir þríþrautarkeppni(synda, hjóla, hlaupa) 12. ágúst.

EM í Gautaborg

Abba, Óli og Þóra fóru á Evrópumeistaramótið í frjálsíþróttum í Gautaborg í síðustu viku. Eflaust hafa einhverjir fengið að heyra það að Abba á heimsfrægan þjálfara fyrir bróður.

Ástrós Gunnarsdóttir kennir Pilates

Dansarinn Ástrós Gunnarsdóttir verður gestakennari hjá okkur í september. Hún verður með þriggja vikna morgunnámskeið í Pilates á dýnu.

Tímatafla haust 2006

Það eru komin drög að töflu haustsins, sjá stikuna hægra megin. Við viljum endilega fá viðbrögð við henni og sendið þau á bjarg@bjarg.is, eða skrifið á blöð sem liggja frammi á Bjargi. Þetta er stór og mikil tafla og slatti af nýungum.

Útitímar

Hádegishópurinn og konutíminn hafa farið út undanfarna daga og fengið geggjað veður.