Fréttir

Hlaupanámskeið!

Langhlauparadeild UFA og líkamsræktarstöðin Bjarg bjóða upp á sex vikna hlaupanámskeið fyrir byrjendur sem hefst mánudaginn 7. maí. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja komast í betra hlaupaform fyrir sumarið, en vantar svolitla leiðsögn, aðhald og hvatningu til að láta drauminn verða að veruleika.

Nýir Body Jam kennarar!

Það fóru þrjár stelpur á Body Jam kennaranámskeið um daginn og tvær þeirra sáu um Body Jam tímann á laugardaginn og stóðu sig eins og hetjur, en þær heita Gerður og Eva.

Abba skemmtanastjóri í 5 vikur!

Já, ég er að fara til Tenerife á morgun og verð næstu 5 vikurnar með skemmtilegu fólki sem komið er af léttasta skeiði.

Fyrirlestur fyrir alla sem eru á námskeiðum!

Þriðjudaginn 17. apríl verður Borghildur Blöndal með fyrirlestur um rétt mataræði hér á Bjargi. Fyrirlesturinn verður klukkan 20:00

Fit Pilates!

Næstu námskeið í Fit Pilates hefjast 17. apríl. Kennt er tvisvar í viku í 4 vikur og kostar námskeiðið 7000kr.

Flott hjá Sólrúnu!

Sólrún var að keppa í fitness um páskana í fyrsta skipti og gerði sér lítið fyrir og náði öðru sæti í flokki 35 og eldri og líka í flokki undir 164cm.

Sólrún í Fitness!

Sólrún Stefánsdóttir, kennari hér á Bjargi ætlar að keppa í fitness um helgina. Hún verður með í aðalkeppninni þar sem eru 18 stelpur og líka í aldursflokknum 35+ þar sem eru 6 keppendur.

Frábær stemming!

Það var góð stemming og mikill fjöldi sem lét sjá sig á Græna Hattinum á laugardaginn. Stelpurnar frá dansstúdíóinu Point dönsuðu tvo flotta dansa.