01.12.2012
Námskeiðin Nýtt útlit klárast í næstu viku
26.11.2012
Það eru ennþá 39 opnir tímar í boði í töflunni, 5-8 tímar á dag og mikil fjölbreytni. Einhverjir tímar eiga eftir
að detta út og þetta er alltaf svona í aðdraganda jóla. En ef tímar eru vel sóttir þá höldum við þeim inni.
22.11.2012
Þau sem að sakna heitu tímanna á morgnana, Hot Yoga og Body Fit sem voru á þriðjudögum og fimmtudögum kl 8:15 geta komið í heita
tíma hjá Öbbu kl 9:30 sömu daga. Þessir tímar líkjast Body Fit tímunum og eru í námskeiðinu Nýju útliti en
það er frekar léleg mæting og alveg pláss fyrir nokkra í viðbót. Hinir tímarnir koma svo inn á nýju ári. Heitu
tímarnir eru dýrir tímar og því höldum við þeim ekki gangandi með 6-10 manns.
20.11.2012
Síðasti Body Step tíminn á þessu ári verður á morgun. Hóffa kennir þennan skemmtilega pallatíma sem fer svo aftur af stað
í janúar 2013. Við munum endurskoða tímatöfluna og taka einhverja tíma út og líka koma með eitthvað nýtt á nýju og
spennandi líkamsræktarári.
14.11.2012
Spinningtíminn á föstudögum kl 17:30 færist fram um hálftíma .
14.11.2012
Það er hægt að velja um 3 Hot yoga tíma núna eftir að við felldum morguntímana út. Þriðjudagstíminn er alltaf
stæstur og komast ekki allir inn sem vilja. Það er pláss fyrir fleiri á mánudögum kl 18:30 og svo er ekki alveg eins troðið á
fimmtudögunum. Við munum setja morguntímana aftur inn eftir áramót.
14.11.2012
Það var brjálað að gera í gær og allir tímar troðfullir svo og tækjasalurinn. Þegar svona er þá er
bílaplanið líka vel fullt. Bendum fólki á að koma gangandi eða með strætó ef það er möguleiki. Annars er bara stuð
þegar svona margir eru í tímum.
11.11.2012
Nú þegar spinningtíminn sem var kl 16:30 á þriðjudögum er horfinn þá græðir þrektíminn öll hjólin.
Bendum því þeim sem voru að mæta í spinning að prufa þrekið. Hjólin verða eflaust notuð og Elvar mun kenna þessa
tíma á móti Hóffu. Góðir þrektímar sem henta öllum.
11.11.2012
Gerum góða stöð betri. Núna út þennan mánuð er hægt að láta álit sitt í ljós á hverju sem
er. Þau sem fara í tíma geta skrifað á miða hvernig var og hvernig kennarinn stóð sig. Einnig má skrifa allt í sambandi við
aðstöðu á þessa miða og setja í kassa. Hvetjum ykkur til að vera með og það má skrifa oftar en einu sinni, sérstaklega
þau sem eru dugleg að fara í tíma.
08.11.2012
Ef þú hefur ekki ennþá prufað Body Pump þá er komið að því. Jóna kennir kl 17:30 í dag og mun taka vel á
því með stöngina, lóðin, pallinn og dýnuna. Engin spor eru í þessum tímum en Pumpið er frábær
styrktarþjálfun og þið fáið góða kennslu í framkvæmd æfinga.