Fréttir

Fækkum tímum

Mætingin í Hot Yoga á þriðjudagsmorgnum hefur verið að dala.  Við miðum við 10 manns eða fleiri til að halda tímim inní töflunni og undanfarna þriðjudaga hafa færri en 10 mætt.  Þannig að báðir tímarnir eru úti.  Einnig eru fáir í spinning kl 16:30 á þriðjudögum og því fellur hann niður fram að áramótum. Body Step tíminn á mánudögum er úti en Hóffa kennir áfram á miðvikudögum.  Munum líklega fella fleiri tíma niður eftir þessa viku.

CrossFit í pásu

Við ætlum að hvíla CrossFit tímana í bili.  Óli verður áfram með morguntímana sem heita spinning/þrek og eru tvisvar í viku kl 6:10.  Hann hjólar í ca 20-30 mínutur og setur svo upp góðan þrekhring sem allir ráða við.  Nú þarf fólk ekki að hafa farið í gegnum grunnnámskeið í CossFit til að geta mætt í þessa tíma.  Vonumst til að sjá fleiri morgunhana í þessum tímum framvegis.

Snjór og læti

Það voru bara hörðustu og brjáluðustu viðskiptavinirnir sem brutust hingað á laugardaginn.  Nú er allt að komast í samt horf og allir mæta galvaskir eftir helgina.  Hvernig væri að mæta almennilega fram að jólum?  Við þurfum alltaf að fella út tíma í loka nóv. og alltof margir hverfa.  Samt er ekkert jólastress og enginn er að baka eða stressast fyrir jólin? Er það???