Fréttir

Skráning á námskeið á nýju ári hefst 10. desember

Við ætlum að byrja að skrá á námskeið sem byrja í janúar 2010 þann 10 des. CrossFit, nýr lífsstíll, Gravity og Bjargboltinn.

CrossFit blogsíða

Nú er hægt að skoða æfingu dagsins og spjalla saman um CrossFit inná blogsíðu CrossFit Akureyri sem Brynjar og Hulda Elma stjórna. www.CrossFitAkureyri.blogspot.com er slóðin og við erum með hlekk þangað í hægri stikunni

Þemaspinning á föstudögum kl 17:00

Við ætlum að færa spinningtímann sem er seinni partinn á föstudögum fram um 30 mínútur. Flestir eru búnir að vinna fyrr á föstudögum og svo er meiri tími til að fara í pottinn á eftir. Þemaspinning næsta föstudag verður því kl 17:00.

Konutími á föstudag, ekki Body Vive.

Vegna sérstakra aðstæðna þá eru engir Body Vive kennarar á svæðinu næsta föstudag. Það verður því ekki Body Vive en Hansína ætlar að taka venjulegan og góðan konutíma í staðinn.

Salsa alla helgina!

Salsakennarar frá Salsa Íslandi voru hér alla helgina með salsakennslu fyrir byrjendur. Frábær þátttaka var og allir fundu fyrir sólinni og hitanum sem fylgir salsanu.

Námskeið að klárast!

Við erum að klára Gravitynámskeiðin í þessari viku og lífsstíllinn er á síðustu viku líka, en þau fá þrjá aukatíma og síðasti tíminn hjá þeim er miðvikudaginn 9. desember.

Allir að æfa!

Það eru ótrúlega margir að æfa þessa dagana. Flensan í rénun og allir mættir? Það er að fjölga í tímunum og tækjasalurinn er vel fullur alla daga. Þetta er það sem við viljum: EKKI HÆTTA AÐ ÆFA ÞÓTT JÓLIN SÉU EFTIR RÚMAN MÁNUÐ!!

Nammi ,namm

Síðasta matreiðslukennslan í bili var í gær. Abba er að hugsa um að vera með eitthvað nýtt á nýju ári. Sjáum til hvað gerist.

Allir sem klára lífsstílsnámskeið æfa frítt út árið!

14 vikna lífsstílsnámskeiðin eiga að vera búin 5. desember. Við ætlum að bæta við þremur aukatímum 7., 8. og 9. desember. Lokauppgjör verður miðvikudaginn 9. desember. Allir sem ná 10% léttingu

Techno spinning

Loksins, loksins! Techno spinning í dag kl 17:30. Geggjað þema hjá Gunnari Atla því það er bara gaman að hjóla við techno og flott remix. Sjáumst sveitt og kát.