Fréttir

Aftur Body Jam

Það var svo gaman í Jamminu síðasta laugardag að ákveðið var að hafa annan upphitunartíma næsta laugardag, 1. september kl. 13. Abba kenndi Body Jam númer 41 síðast sem er mjög skemmtilegt.

Fleiri lífsstílstímar!

Það er einstaklega mikil skráning á lífsstílsnámskeiðin og því ætlum við að bæta við tímum á laugardögum kl. 11:30.

Heimsmeistari!

Gerd Kanter frá Eistlandi varð heimsmeistari í kringlukasti í morgun! Við segjum frá þessu því þjálfari Gerds er Vésteinn Hafsteinsson bróðir Öbbu.

Garpar

Tryggvi og Brynjar spinningkennarar fóru í góðan hjólatúr um síðustu helgi. Anný sá um skutla þeim að afleggjaranum að Herðubreiðalindum við Hrossaborgir. Þaðan hjóluðu þeir 100km leið inn að skála ferðafélagsins í Dreka.

Einkaþjálfun!

Nú eru allir að fara af stað með góð fyrirheit um breyttan lífsstíl. Einkaþjálfun er góður kostur og hjálpað mörgum af stað. Upplýsingar um þjálfara eru hér á síðunni og líka í afgreiðslu.

Frítt einu sinni í viku!

Við gerðum skemmtilega tilraun sl. vetur sem heppnaðist vel. Buðum uppá einn frían tíma í viku. Við ætlum að halda þessu áfram og velja einn tíma úr tímatöflunni hvern mánuð og verður hægt að fara í hann án endurgjalds.

Hlauparar að standa sig vel.

Rannveig Oddsdóttir er fremsti langhlaupari landsins í kvennaflokki í dag. Hún var fyrst íslenskra kvenna í mark í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn og þriðja konan í mark á 1:27,28 klst.

Samstarfsamningur við Kaupþing

Kaupþing banki hf. og Bjarg hafa gert með sér samning um afslátt til handhafa Kortsins. Eigendur þess fá nú 25% afslátt af kortum á fullu verði. Afslátturinn gildir ekki um tilboðkort eða námskeið.

Námskeiðin að hefjast.

Sjö Gravity námskeið hefjast á morgun. Fullskráð er í flest, en einn bekkur laus á þremur námskeiðum. Hópurinn sem átti að vera kl 08:30 frestast um viku þar sem skráning var ekki næg.

Síðubitar!

Við viljum bara láta gömlu góðu Síðubitana vita af því að margir eru búnir að skrá sig á námskeiðið kl. 19:30.