01.09.2014
Opið er í heitu rúllutímana hjá Guðríði og Andreu þessa og næstu viku (1.-12. sept.)
Mánudaga kl. 9:05 og kl. 20:00
Miðvikudaga kl. 12:00
Fimmtudaga kl. 18:30
Góðir tímar fyrir alla, endilega nýtið ykkur opnu vikurnar og prófið frítt.
01.09.2014
Arna Benný kennir Zumbuna í dag. Í næstu viku koma svo inn tveir nýir tímar, fimmtudagstíminn kl. 16:30 sem Arna kennir og svo setjum við inn
laugardagstíma kl. 13 í rúman mánuð til að byrja með sem Þórunn Kristín kennir. Zumbaáskorun Bjargs fer af stað eftir opnu
vikuna og stendur frá 15. sept. til 15. október. Hægt er að kaupa aðgang í þessa áskorun fyrir aðeins 7.100 kr. sem er
mánaðargjaldið ef þú kaupir árskort. Allt er innifalið, aðrir opnir tímar og tækjasalur.
31.08.2014
Tryggvi ætlar að kenna Súperkeyrsluna á miðvikudaginn og spinningtímann vinsæla kl. 6:10 á föstudaginn. Hvetjum alla til að koma og
upplifa þrektíma eins og þeir gerast bestir og spinning hjá Tryggva er upplifun. Góð tónlist, hvatning og stuð.
28.08.2014
Við erum með reynslumikla og góða kennara ásamt nokkrum nýjum sem munu kenna hóptímana í vetur:
Óli kennir morgunþrek, hádegisþrek, súprkeyrslu, spinning og á námskeiðum. Tryggvi kennir spinning og súperkeyrslu. Hólmfríður kennir á lífsstílsnámskeiði, Hot yoga, Body Balance og þrek. Adda Þóra og Rannveig Sigurðardóttir (nýr kennari) kenna heitu
þrektímana með Öbbu. Arna Benný kennir Zumbu, spinning og þrektíma. Jonni kennir spinning og þrektíma. Anna kennir Body Pump, Gravity, spinning,
þrektíma og á námskeiðum. Þóra kennir Gravity/bolta, Bryndís kennir Hot yoga, Andrea og Guðríður kenna þrek, heita rúllutíma og á námskeiðum. Tóta kennir þrektíma, Gravity og á námskeiðum. Þórunn
Kristín (nýr kennari) kennir Zumbu, Ósk Jórunn sér um leikfimi fyrir 60 ára og eldri,
Abba kennir Hot yoga, Body Balance, heita þrektíma, Gravity/bolta, þrektíma og á námskeiðum. 16
einstaklingar sem leggja sig fram fyrir þig.
27.08.2014
Við ætlum að setja allt á fullt 8. september. Þá kemur inn ný tímatafla og salrinir 3 verða tilbúnir. Hot yoga og allir heitu
tímarnir flytjast í nýjan sal á jarðhæðinni. Sá salur verður opinn allan daginn fyrir þá sem vilja teygja og slaka í
volgum sal. Stóri salurinn fær rennihurð og þá verður stundum hægt að skipta honum í tvennt.
Opnunartíminn breytist líka 8. september.
26.08.2014
Við gerðum tilraun í fyrra sem tókst vel að ýmsu leiti en virkaði ekki alla leið. Þess vegna breyttum við aftur í gamla kerfið 1.
maí 2014. Við höldum samt í ýmislegt gott úr nýja kerfinu eins og að selja áfram ódýr kort í tækjasalinn.
Þrekkortin virka síðan eins og gömlu kortin, allir opnir tímar og tækjasalur og allir kaupa núna kortin í afgreyðslunni. 10 tíma
kortin gilda í alla opna tíma, ekki bara Hot Yoga eða spinning eins og var. Hagstætt er fyrir marga að kaupa ódýra tækjasalskortið og svo 10
tíma kort til að fara einstaka sinnum í hóptíma eins og Body Pump og Zumbu t.d. Ólatíminn á laugardögum fylgir báðum kortum,
er eini tíminn sem fylgir tækasalskortinu.
25.08.2014
Finnst þér gaman í spinning? Líka að dansa Zumbu og gott að fara í Hot yoga einu sinni í viku og etv. brjálaðan Ólatíma
á laugardögum? Þrekkortið okkar kostar 86.000 kr. árið, 70.000 ef þú ert í skóla og þá ertu að borga um 5.800 til
7.100 kr. mánaðarlega. Heiti potturinn daglega og hlaupabrettið á undan eða eftir tímunum.
25.08.2014
Við ætlum að bjóða öllum sem eru 14 ára og eldri að prufa tíma eins og Zumbu, spinning, Body Pump og Hot yoga vikuna 8. til 14. september.
Tækjasalurinn verður opinn fyrir korthafa þessa viku.
18.08.2014
Allir sem eru í skóla fá afslátt af kortum hjá okkur. Árskort í tækjasal kostar 39.000 kr. Við gefum 15% afslátt af
þrekkorti sem gildir í tækjasal og alla tíma líka. Mánuður á 10.000 kr., 3 mánuðir á 25.500kr., 6 mánuðir
á 42.000 kr., 9 mánuðir á 55.000 kr. og árið á 70.000 kr.
15.08.2014
Það er mjög góð skráning á öll námskeiðin. 40 manns eru byrjaðir á fimm/tveir aðhaldsnámskeiðinu og mikill
hugur í fólki og keppnisandi. Fullt er á námskeiðið Nýtt útlit og við bendum þeim sem vilja komast í heitu tímana
á að það eru tveir opnir tímar vikulega ef fólk á þrekkort. Það getur verið að við bætum við einu Nýtt
útlit námskeiði. Eitt pláss er laust á Dekurnámskeðinu kl. 16:15 en nóg pláss er kl. 8:15.
Munið að þeir sem borga strax geta byrjað að æfa og prufa einhverja tíma t.d.