01.10.2015
Við ætlum að breyta Zumbatímunum næstu 4 vikurnar í skemmtilega blöndu af dansi og æfingum. Tímarnir verða áfram opnir fyrir alla sem eiga þrekkort eða 10 tíma kort. Settum upp námskeið fyrir þær sem vilja prufa í 4 vikur og þessir tímar byrja mánudaginn 5. október. Barnshafandi konur fá 50% afslátt af námskeiðinu en Arna Benný sem kennir er einmitt barnshafandi. Nú er bara að láta þetta berast og hvetja alla til að skrá sig á ódýrt námskeið í október.
30.09.2015
Abba verður með matreiðslukennslu fimmtudaginn 8. október kl. 20. Hún auglýsti þetta fyrst kl. 18:45 en það er einn hópur sem er þá í tíma og ekki búin fyrr en 19:30. Kennslan er fyrst og fremst fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi. Lífsstíl, Gravity, Dekurnámskeiði, Gravity/Bolta og Nýju útliti. Aðrir sem vilja koma borga 1000kr. Mest allt nýjar uppskriftir, einfaldur og ódýr matur. Fullt af smakki og eitthvað sætt í lokin. Kennslan fer fram í eldhúsinu í kjallaranum.
28.09.2015
Við eigum 15 ára afmæli í október og ætlum að halda vel uppá það. Eitt er að bjóða frítt Hot yoga á mánudögum. Það er nóg pláss, frábærir kennarar, heitur og góður salur og heitur pottur og gufubað í boði eftir tímann.
27.09.2015
Október er bleikur mánuður og hefur helgast þeim sem eru í krabbameinsmeðferð. Við viljum leggja okkar að mörkum og gefum öllum sem eru á þeims stað í lífinu frítt í október. Hvetjum fólk til að prufa tíma, tækjasal, heita potta og gufubað. Ef fólki líkar vel getur það haldið áfram án þess að borga krónu meðan á meðferð stendur. Abba er t.d. að kenna Hot Fit á þriðjudögum og fimmtudögum kl 8:15. Bendum líka á Gravitytímana á þriðjudögum og föstudögum kl. 9:30.
27.09.2015
Það eru 3 opnir Gravitytímar í töflunni. Einstök leikfimi sem hentar öllum. Hvetjum byrjendur sem lengra komna að prufa þessa tíma og sannfærast. Opnu tímarnir eru á þriðjudögum og föstudögum kl. 9:30 og 16:30 á miðvikudögum.
19.09.2015
Það er fullt á námskeiðið Sterkur/Sterkari hjá Tryggva sem byrjar á mánudag. Spennandi nýjung þar sem Tryggvi kennir hópnum réttu tökin við lyftingar. Við skráum á biðlista um helgina.
14.09.2015
Við höfum kennt Hot Fit og Hot yoga til skiptis á fimmtudagsmorgun og gengið vel. Því höfum við ákveðið að kenna Hot Fit og Hot Body Balance til skiptis á miðvikudögum kl. 17:30. Kennslan verður í heita salnum og Rannveig og Hóffa kenna til skiptis.
14.09.2015
Spinningáskorun Bjargi hefst í dag. Þar erum við að hvetja fólk til að prufa spinning og mæta í nokkra tíma vikulega og finna áhrifin. Tilboð verður á mánaðar þrekkortum meðan á áskorun stendur, 10.000 kr. Það eina sem þarf að gera er að skrifa nafn sitt á miða í hvert sinn sem mætt er í spinning og setja í kassa inní salnum. Þeir Sem mæta oft eiga því meiri möguleika á að vinna verðlaunin sem verða dregin út um miðjan næsta mánuð. 6 mánaða þrekkort er í verðlaun, verðmæti um 56.000 kr.
10.09.2015
Við erum með Gravitynámskeið kl. 9:30 á þriðjudögum og föstudögum. Það er ekki fullt á námskeiðinu og því pláss fyrir fleiri. Við ætlum því að opna þessa tíma fyrir alla sem eiga þrekkort eða eru á öðrum námskeiðum.
07.09.2015
Þrjú Gravitynámskeið byrja þriðjudaginn 8.sept. Eitt kl.9:30, annað kl.16:30 og það síðasta kl. 18:30. Nýtt útlit í heita salnum byrjar líka kl. 16:30. Á þessum námskeiðum eru um 100 manns og vonandi allir spenntir að mæta, við erum tilbúin að taka vel á móti hópnum.