Fréttir

Versló

Það verður lokað á sunnudag og mánudag.  Við ætlum að nota tækifærið og mála gólf og fleira. 

Flott námskeið og möguleiki á 16 tímum á viku!

Eitt stórt námskeið verður í boði næsta haust fyrir alla sem vilja komast í gott form, halda við góðu formi, léttast, breytast og njóta þess að vera til.  3 hópar verða í boði, kl 8:30, 16:30 og svo var að bætast við hópur sem verður kl 17:30 á mánudögum og 18:30 á miðvikudögum.  Frjálst er að flakka á milli allra tímanna og innifalið er mæting í 4 Hot Yoga tíma á viku, tvo Body Balance, einn spinningtíma og Bjargþrekið. 3 fastir tímar:  Heitur þrektími með bolta, foamrúllur og teygjur, þrektími með þyngri lóðum, Gravitybekkjum og þoli og þriðji tíminn er spinningtími.  Umsjón hafa Óli og Abba en það koma fleiri kennarar að tímunum. Þannig að það verða 8 lokaðir tímar fyrir hópinn og 8 opnir tímar.  Flott boð og námskeiðin eru töluvert ódýrari en síðast.

Sólbað

Ef þið viljið rólegan sóbaðsstað með heitum pottum í dag þá er skjólið gott og sólin sterk hjá okkur á Bjargi.  Ath. lokað milli kl 14 og 16. Svo er ekki galið að æfa í sólinni á útisvæðinu glæsilega og slá tvær flugur í einu höggi.

Æfa, æfa

Við fáum alltaf fullt af gestum frá samstarfsstöðvum okkar víðsvegar af landinu yfir sumarið.  Mælum eindregið með því að okkar viðskiptavinir notfæri sér þessar stöðvar, eins og í Keflavík, Vestmannaeyjum, Sporthúsið og Hress t.d.

Endurbætur

Hot Yogasalurinn er búin að fá sína tiltekt.  Búið að slípa gólfið og lakka, þvílíkur munur. Spinningsalurinn er tilbúin með 27 hjólum.  Það verða 10 hjól í tækjasalnum og 10 í stóra hóptímasalnum.

Kostir við nýja kerfið

Helstu kostirnir eru ódýr tækjasalur fyrir þá sem eru bara þar.  Ef þú kaupir þig í tíma hjá kennara þá ræður þú förinni.  Þarft ekki að borga fyrir sumarið eins og þegar árskort er keypt og ert ekki að borga fyrir aðgang að tækjasal og öðrum tímum sem þú notar ekki.  T.d. er fullt af konum sem eru bara í Body Balance allan veturinn.  Þær geta keypt sig inní þá tíma fyrir 50 þúsund árið og fá Hot Yoga aukatíma og Bjargþrekið með. Þú getur keypt t.d. árskort í tækjasal og svo langar þig til að mæta í spinning einu sinni í viku með.  Þá er hægt að kaupa önnina fyrir 14000kr.  Því korti fylgir svo Bjargþrekið á laugardögum.  Þannig kemst viðkomandi í tækjasalinn alla daga, Spinning og Bjargþrekið aukalega fyrir um 70 þúsund árið með fríi yfir sumarið frá tímunum en tækjasalurinn inni allt árið.

Tímataflan næsta haust þéttist

Það eru alltaf að koma inn fleiri tímar í töfluna fyrir næsta haust og taflan að þéttast.  Ótrúlega flott úrval og meira á leiðinni.  Skoðið framboðið undir hóptímar næsta haust.