10.07.2013
Helstu kostirnir eru ódýr tækjasalur fyrir þá sem eru bara þar. Ef þú kaupir þig í tíma hjá kennara
þá ræður þú förinni. Þarft ekki að borga fyrir sumarið eins og þegar árskort er keypt og ert ekki að borga fyrir
aðgang að tækjasal og öðrum tímum sem þú notar ekki. T.d. er fullt af konum sem eru bara í Body Balance allan veturinn. Þær
geta keypt sig inní þá tíma fyrir 50 þúsund árið og fá Hot Yoga aukatíma og Bjargþrekið með. Þú getur keypt
t.d. árskort í tækjasal og svo langar þig til að mæta í spinning einu sinni í viku með. Þá er hægt að kaupa
önnina fyrir 14000kr. Því korti fylgir svo Bjargþrekið á laugardögum. Þannig kemst viðkomandi í tækjasalinn alla daga,
Spinning og Bjargþrekið aukalega fyrir um 70 þúsund árið með fríi yfir sumarið frá tímunum en tækjasalurinn inni allt
árið.