Könnun!

Gerum góða stöð betri.  Núna út þennan mánuð er hægt að láta álit sitt í ljós á hverju sem er.  Þau sem fara í tíma geta skrifað á miða hvernig var og hvernig kennarinn stóð sig.  Einnig má skrifa allt í sambandi við aðstöðu á þessa miða og setja í kassa.  Hvetjum ykkur til að vera með og það má skrifa oftar en einu sinni, sérstaklega þau sem eru dugleg að fara í tíma.