23.01.2011
Við erum í samstarfi við FAB- Travel (free as a bird), umboðsskrifstofu fyrir meðal annars heilsutengda ferðaþjónustu. Þau bjóða uppá öðruvísi pakka fyrir ferðamenn til Akureyrar og erum við inni með gleði fyrir óvissuhópa, dekur í nuddi og pottum, líkamsrækt hóptíma og tækjakennslu og heilsuhelgar með öllu. Hvetjum alla til að skoða þessa síðu, og þá HAF ferðir(health and fun).
19.01.2011
Anna og Inga munu frumflytja nýtt Body Combat í dag kl 17:30. Að sjálfsögðu verður happdrætti í lok tímans og þær lofa miklu stuði. Hvetjum fólk til að prufa þessa geggjuðu tíma.
19.01.2011
Keppni fyrir stráka á öllum aldri. Möguleiki á 6 mánaða korti fyrir alla sem léttast um 10% á 8 vikum og flott verðlaun fyrir liðið sem léttist hlutfallslega mest á 8 vikum (út að borða, frí einkaþjálfun og fleira).
19.01.2011
Óli og Elma settu af stað grunnnámskeið í CrossFit kl 08:30 sl mánudag. Ef einhver er að spekúlera að þá er pláss þar fyrir 2-3 í viðbót. Einnig eru þeir sem hafa lokið námskeiði og vilja rifja upp velkomnir.
15.01.2011
Við ætluðum að byrja núna næsta fimmtudag en þá er handboltaleikur og því frestum við fyrsta tímanum til þriðjudagsins 25. janúar. Opnir tímar verða á þriðjudögum kl 16:30 og
15.01.2011
Síðasti Body Vive tíminn í bili á þriðjudögum kl 16:30 verður næsta þriðjudag. Við ætlum að fórna honum fyrir Zumbuna. Vive
13.01.2011
Anna ætlar að kenna LesMills mixið á morgun og verður það kl 16:30 framvegis. Hún ætlar að vera með rokkað Body Pump, föstudagsstemming eins og hún gerist best.
13.01.2011
Við ætlum að gera tilraun og bjóða uppá auðveldan Yogatíma á þriðjudögum kl 18:00. Hann er hugsaður fyrir fólk með liðagigt, vefjagigt, lið og bakverki og þá sem ekki ráða við venjulegu
10.01.2011
Mörg námskeið voru að byrja í dag. Lífsstílshópurinn á morgnana hefur aldrei verið eins stór, rúmlega 40 manns. Mömmurnar byrjuðu líka í morgun, þar er enn pláss fyrir 5 konur og þá 5 börn með.
10.01.2011
Við frestuðum Gravitynámskeiðunum kl 06:15 og 08:30 um viku svo það er hægt að komast að þar. Frestuðum líka Hot Yoganu kl 08:30 um viku.