Jólamatur

Abba ætlar að vera með öðruvísi matreiðslukennslu núna.  Jólamatur sem samanstendur af forrétti, aðalrétti og allt meðlæti og svo eftirréttur.  Einhverjar smákökur fljóta með og hollt nammi. Synikennsla og smakk fyrir alla.  Þetta er svaka gott en líka þokkalega hollt allt saman og spennandi fyrir þá sem eru alltaf í sama farinu. Hún ætlar líka að koma með hugmyndir að jólagjöfum, sniðugt og misódýrt, matarkins og eitthvað meira. Þetta verður fimmtudaginn 28. nóvember kl 20 í kjallaranum á Bjargi og tekur bara rúma klukkustund.  Verð er 1000 kr fyrir þau sem eru á námskeiðinu Nýtt útlit en 1500 kr. fyrir aðra. Skráning á blaði sem er á Bjargi eða í tölvupósti á abba@bjarg.is.