Fréttir

Body Jam í hádeginu

Gerður verður með Body jam í hádeginu á þriðjudögum í vetur. Hún var með fyrsta tímann sl þriðjudag og það mættu 11 dansþyrstar konur. Við ætlum að koma á móts við barnafólkið og bjóðum

Afró alla helgina!

Margir hafa eflaust heyrt trommutaktinn sem hljómaði héðan í gær. Veðrið var svo gott að afró kennarinn fór út með hópinn og trommararnir 3 fylgdu með

Bjargboltinn kl 16:30

Við ákváðum að færa Bjargboltanámskeiðið til kl 16:30 á mánudögum og miðvikudögum. Auðvitað var léleg skráning kl 09:30 á þriðjudögum og fimmtudögum þar sem við erum ekki með barnagæslu

Sex heppnir með mánaðarkort!

Við drógum út 6 mánaðarkort eftir opnu vikuna. Um 1000 manns skrifuðu nafn sitt í gestabókina og eftirtaldir unnu mánaðarkort: Þorlákur Snær Helgason, Þorgerður Helga Árnadóttir, Ásta Magg., Ásdís Guðmundsdóttir, Indiana Arnardóttir og Alda Ýr Guðmundsdóttir.

Þrekmeistaraæfingar á föstudögum

Við vitum að það eru margir að stefna á keppni í þrekmeistaranum, einstaklings eða í liði. Brynjar er með æfingar á föstudögum kl 16:00

Frítt í Body Jam á laugardögum!

Það verður áfram frítt í Body Jam á laugardögum. Eva mætir næsta laugardag í banastuði og dansar fullt af skemmtilegum dönsum við flotta tónlist. Þetta eru hörku tímar, sviti og stuð.

Frábær námskeið fyrir alla!

Gravity er einstaklega öflugir en einfaldir styrktartímar sem henta öllum. Við mælum með því að byrja líkamsræktina með því að fara á Gravity námskeið. Það er líka fyrir alla

Allir mættir!

Það var fullt í öllum tímum í gær. Konurnar mættu yfir 40 í konutímann og Body Step og Body Combat tímarnir voru troðfullir og um 20 í spinning.

Frumflutningur á Body Vive

Abba ætlar að frumflytja Body Vive nr 11 í dag. Body Vive er einstaklega skemmtileg leikfimi sem er hugsuð fyrir byrjendur og þá sem eru aðeins eldri?? Frábær tónlist og skemmtilegar æfingar með lítinn, mjúkan bolta,

Opin vika

Það er opin vika hjá okkur 31. ágúst til 6. september. Þá geta allir, 14 ára og eldri sem ekki eiga kort hjá okkur, æft frítt, prufað tíma og tækjasal, farið í pott og gufu. Ný tímatafla tekur gildi og opnunartími og barnagæslutími lengist.