Fréttir

Kreppumáltíðir!

Ekki halda það að óholli maturinn sé ódýrari en sá holli. Við erum nýbúin að gera verðkönnun og hengja niðurstöðurnar upp á töfluna á Bjargi. Bleikja, þorskur og ýsa eru mörgum sinnum ódýrari

Matreiðslukennsla á laugardag.

Það verður matreiðslukennsla næsta laugardag kl 13:00. Námskeiðið er einn klukkutími og fullt af smakki og leiðbeiningar hvaða vörur eru góðar og hvernig er hægt að gera einfaldan, góðan og hollan mat.

Þriðja sæti í Þrekmeistaranum!

Strákarnir í 39+ náðu þriðja sæti í liðakeppni í dag. Þeir kepptu um kl 17 í dag og þá var Unnsteinn búin að fara í einstaklingskeppnina og parakeppni með Ingu Birgis. En í liðinu

Suðrænt þema í spinning

Þemað í spinningtímanum kl 17:30 á föstudag verður suræn sveifla með yndislega rómantískum ballöðum inn á milli. Birgitta stjórnar þessum sjóðheita og rómantíska tíma.

Þrekmeistarinn um næstu helgi

Þrekmeistarinn er um næstu helgi og það er þokkaleg þáttaka. Karlarnir héðan verða líklega með tvö lið, eldri og yngri og stelpurnar eru að vinna í þessu. Núna eru pör

Body Jam á miðvikudögum

Body jam tíminn síðasta miðvikudag troðfylltist og litli salurinn var of lítill. Við ætlum því að færa tímann aftur um korter og vera kl 20:30 í stóra salnum. Sjáumst næsta miðvikudag í rífandi stuði.

2 laus pláss á Cross Fit námskeið

Cross Fit námskeiðin byrja eftir rúma viku og er fullt á námskeiðin kl 06:10 og 18:30. Laust er fyrir tvo kl 08:30. Síðustu graitynámskeiðin fyrir jól hefjast á morgun. 16:30 námskeiðið fellur niður

A í þemaspinning á föstudag

Abba verður með þemaspinning á föstudag og ætlar að spila tónlist með flytjendum sem byrja á A. Art of noise, Abba, Aha, Aerosmith, Anna Mjöll, Ampop, Art Garfunkel.......

Góð mæting þrátt fyrir flensu

Það er margsannað að líkamsrækt styrkir ónæmiskerfið. Fólk sem æfir vel og er í formi fær síður flensu og kvef. Við eru ánægð með mætinguna núna, fullt í öllum tímum þrátt fyrir flensu. Við erum með 34 hjól

Unglingalandsliðið í frjálsum á Akureyri

Það komu 60 frjálsíþróttamenn til okkar í gærkvöldi. Abba lét þau hamast í ýmiskonar vitleysu í klukkutíma og svo fóru þau í pottana. Í dag er æfing í Boganum og á nýja vellinum.