Fréttir

Námskeið að klárast!

Við erum að klára Gravitynámskeiðin í þessari viku og lífsstíllinn er á síðustu viku líka, en þau fá þrjá aukatíma og síðasti tíminn hjá þeim er miðvikudaginn 9. desember.

Allir að æfa!

Það eru ótrúlega margir að æfa þessa dagana. Flensan í rénun og allir mættir? Það er að fjölga í tímunum og tækjasalurinn er vel fullur alla daga. Þetta er það sem við viljum: EKKI HÆTTA AÐ ÆFA ÞÓTT JÓLIN SÉU EFTIR RÚMAN MÁNUÐ!!

Allir sem klára lífsstílsnámskeið æfa frítt út árið!

14 vikna lífsstílsnámskeiðin eiga að vera búin 5. desember. Við ætlum að bæta við þremur aukatímum 7., 8. og 9. desember. Lokauppgjör verður miðvikudaginn 9. desember. Allir sem ná 10% léttingu

Nammi ,namm

Síðasta matreiðslukennslan í bili var í gær. Abba er að hugsa um að vera með eitthvað nýtt á nýju ári. Sjáum til hvað gerist.

Techno spinning

Loksins, loksins! Techno spinning í dag kl 17:30. Geggjað þema hjá Gunnari Atla því það er bara gaman að hjóla við techno og flott remix. Sjáumst sveitt og kát.

Framhaldstímar í Cross Fit

Nú eru fyrstu 4 vikna námskeiðin búin í Cross Fit og síðustu 3 námskeiðin fyrir jól byrjuð. Við ætlum að setja inn tvo framhaldstíma fyrir þau sem eru búin með grunnnámskeið. Tímarnir verða kl 06:30

Góðir tímar í dag!

Við erum heppin með nýja kennara og einn af þeim er Gunnar Atli (Gatli) sem kennir spinning í dag kl 17:15, komið og keyrið ykkur út og njótið þess að hjóla við góða tónlist.

Kreppumáltíðir!

Ekki halda það að óholli maturinn sé ódýrari en sá holli. Við erum nýbúin að gera verðkönnun og hengja niðurstöðurnar upp á töfluna á Bjargi. Bleikja, þorskur og ýsa eru mörgum sinnum ódýrari

Matreiðslukennsla á laugardag.

Það verður matreiðslukennsla næsta laugardag kl 13:00. Námskeiðið er einn klukkutími og fullt af smakki og leiðbeiningar hvaða vörur eru góðar og hvernig er hægt að gera einfaldan, góðan og hollan mat.

Þriðja sæti í Þrekmeistaranum!

Strákarnir í 39+ náðu þriðja sæti í liðakeppni í dag. Þeir kepptu um kl 17 í dag og þá var Unnsteinn búin að fara í einstaklingskeppnina og parakeppni með Ingu Birgis. En í liðinu