22.10.2009
Nú eru sjö vikur búnar á lífsstílsnámskeiðunum og Abba var með smá uppgjör á mánudag og þriðjudag. Tvær konur náðu 10% léttingu á 7 vikum
22.10.2009
Það voru ekki nógu margir sem skráðu sig í matreiðslukennsluna um helgina (lágmark 40) svo hún fellur niður. Reynum aftur síðar.
22.10.2009
Næstu 4 vikna Cross Fit námskeið hefjast 9. og 10. nóvember. Skráning hefst á mánudag, 26. október. Athugið að þeir sem voru á biðlista inná síðustu námskeið ganga ekki fyrir.
21.10.2009
Við erum byrjuð að skrá á næstu Gravity námskeið sem hefjast 2. nóvember. Það verða 6 námskeið í boði, kl 06:15, 08:30, 09:30 (fyrir 60 ára og eldri),16:30, 17:30 og 18:30 (vefjagigtarhópur).
Þetta eru síðustu 4 vikna námskeiðin fyrir jól.
18.10.2009
Það var fullt í alla spinningtímana um helgina og góð stemming og fólk ánægt með tilbreytinguna. Óli var tónlistarstjóri og var erfitt að velja hvað ætti helst að spila því úrvalið er nóg.
18.10.2009
Það var troðið í jammið á laugardag og frumflutningurinn á Body Jammi nr 50 tókst vel. Þrír kennarar kenndu og þær ætla að endurtaka leikinn eftir viku. Nú er bara að mæta
14.10.2009
Body Jammið er mjög vinsælt þessa dagana. Við ætlum að bæta við tíma á miðvikudagskvöldum kl 20:15. Þá ættu allir að vera búnir að svæfa og gott að komast út og losa um allar hömlur og dansa.
14.10.2009
Kl 17:30 á föstudag bjóðum við öllum að mæta í jóga á Bjargi. Sigrún Jónsdóttir sjúkraþjálfari er búin að læra fræðin og mun fara með okkur í öndun, ákveðnar möntrur og góðar æfingar. Frábær endir á vikunni, slökun og kertaljós.
13.10.2009
Við eigum 5 ára afmæli í nýju aðstöðunni á föstudag, 16. október. Af því tilefni verða 3 stórir spinningtímar um helgina. Þemaspinning á föstudag, Ólatími á laugardag og súperspinning á sunnudag.
12.10.2009
Það var frábær mæting í alla tíma um helgina. Sérstaklega voru dömunrnar duglegar að mæta og var troðfullt í Body Balance og Body Jam á laugardag, en 50 konur