15.08.2009
Þríþrautin á Laugum fór fram í dag. Þar er synt, hjólað og hlaupið. Fólk má keppa í einni grein eða öllu og boðið var uppá heila eða hálfa þraut. Í heilli er synt 1500m, hjólað 40km og hlaupið 10km. Andri Steindórsson sigraði nokkuð örugglega í karlaflokki og Unnsteinn
05.08.2009
Lífsstílsnámskeiðin okkar vinsælu byrja 31. ágúst. Þau verða í 7 og 14 vikur og klárast því í byrjun desember. Bjóðum uppá tvo hópa kl 09:30 á morgnana þrisvar í viku og svo 18:30 á mánudögum og miðvikudögum, 11:30 á laugardögum
05.08.2009
Gravity tímarnir hafa verið mjög vinsælir í sumar og oft fullt. Við förum af stað með Gravity námskeið 7. september. Þau verða kl 06:15, 08:30, 09:45, 16:30 og 17:30. Kl 18:30 er vefjagigtarhópur. Skráning á öll þessi námskeið hefst 10. ágúst. Það verða 6 opnir Gravity tímar í vetur.
24.07.2009
Súperkeyrslutíminn er kominn í frí fram á haust. Vonum að við þurfum ekki að fella niður fleiri tíma í sumar. Sumarfríin eru í hámarki...
24.07.2009
Við sem stjórnum hlaupahópnum fórum í vikufrí til að ganga í Svarfaðardalnum. Erum komin aftur og ætlum að reyna að halda áfram með hlaupahópinn.
17.07.2009
Boltatíminn er kominn í frí fram á haust.
17.07.2009
Það voru 16 sem náðu að klára tugþrautina okkar. Sumir gengu meira að segja á hæsta fjall landsins til að klára eða hlupu 10 km á landsmótinu.
Allir sem kláruðu fá mánaðarkort á Bjargi og
16.07.2009
Síðasti tíminn á Gravitynámskeiðinu var í gær. Við ætlum að taka frí fram yfir verslunarmannahelgi í Gravitynámskeiðum en eftir hana fer allt af stað aftur.
16.07.2009
Það voru margir sjálfboðaliðar sem störfuðu við Landsmótið og stór hópur kom héðan. Meiri hluti starfsmanna við landsmótshlaupið, kirkjtröppuhlaupið og við ratleikinn
13.07.2009
Það komu um 200 manns á fyrirlestur Vésteins Hafsteinssonar hér á fimmtudagskvöldið. Vésteinn fór á kostum og hafði mikil áhrif á alla sem komu á fyrirlesturinn.