Fréttir

Námskeið að enda og byrja!

Bjargvættanámskeiðið er að klárast í dag. Við settum það inn til að brúa bilið fram að Cross Fit námskeiðunum sem hefjast á mánudag

Metallica í þemaspinning!

Metallica, verður þemað í spinning á morgun. Rokk af bestu gerð og Brynjar í banastuði. Hvað er betra til að koma sér í helgargírinn?

Body Combat frumflutningur!

Anna og Inga mæta bleikar og brjálaðar á morgun og frumflytja nýjasta Combatið kl 17:30. Við höldum okkur við bleika þemað í frumfutningunum núna, til að minna á brjóstakrabbamein

Gravity

Næstu Gravity námskeið byrja 5. október. Ósk er byrjuð með Gravity fyrir 60 ára og eldri og það er ekki of seint að koma inn í þann hóp. Þau eru á mánudags og miðvikudagsmorgnum kl 09:30.

Fjölskyldudagur á sunnudag!

Loksins, loksins er komið að því. Við ætlum að vera með fjölskyldudag næsta sunnudag 4. október. þá bjóðum við foreldrum að taka börnin sín með og kenna þeim á hlaupabretti, tækin,

Bleikt Pump og Step

Jóna og Hóffa frumfluttu nýtt step í dag og það var troðfullur salur og mikið stuð. Þær voru bleikar og allir fengu bæklinga um brjóstaskoðun og Eðaltopp með bleikum tappa frá Vífilfelli.

Frábær fyrirlestur hjá Davíð

Davíð stakk á mörgum kílum í sínum fyrirlestri á fimmtudaginn. Hann talaði t.d. um að velja, hvort vilt þú kaupa hollan og lífrænan mat sem gerir þig sterkan og hraustan fyrir lífsstíð og splæsa í líkamsræktarkort? Eða eiga 5 milljón krónum dýrari bíl,

Brautarhlaup hjá hlaupahópnum

UFA hlaupahópurinn er opin fyrir alla og það kostar ekkert að vera með í honum. Nú hafa bæst við sprettæfingar á nýja vellinum við Hamar. Kl 17:30 á mánudögum og í hádeginu á föstudögum.

Troðfullt á Cross Fit

Óli og Davíð eru á ketilbjöllunámskeði um helgina. Þær eru mikið notaðar í Cross Fit og ýmsu öðru. Hinir Cross Fit þjálfararnir voru að æfa sig í olympískum lyftingum í dag með Haraldi

Bleikur frumflutningur á Body Balance

Hulda ætlar að frumflytja nýjan Body Balance á laugardag kl 10:30. Les Mills minnir á brjóstakrabbamein í þetta sinn og að konur skoði og láti fylgjast með sér