10.12.2009
Það var útskriftardagur í gær hjá lífsstílnum. Margir voru að keppa við 10% léttingu á 14 vikum og fá 2 mánaða kort í verðlaun. 8 konur náðu þeim árangri og 5 þeirra fengu aukamánuð fyrir að léttast mest eða losa sig við flesta
10.12.2009
Fólkið sem mætir í morgunþrekið kl 08:15 á morgnana hefur alltaf gefið sér góðan tíma eftir æfingu og sest niður í setustofunni og spjallað yfir kaffibolla (frá 1996).
09.12.2009
Það verður jólaþema með Tinu Turner ívafi hjá Birgittu í þemaspinning á föstudaginn kl. 17:00. Mætum í jólastuði og gefum í.
09.12.2009
Næsta miðvikudag kemur inn nýr opinn Gravity tími kl. 9:30, munið að skrá ykkur. Framhaldstími í CrossFit bætist við á miðvikudögum kl. 18:30.
04.12.2009
Nú er farið að fækka í sumum tímum og fyrstu tímarnir til að detta út eru báðir Body Vive tímarnir og Body Step á fimmtudögum.
30.11.2009
Við ætlum að byrja að skrá á námskeið sem byrja í janúar 2010 þann 10 des. CrossFit, nýr lífsstíll, Gravity og Bjargboltinn.
26.11.2009
Nú er hægt að skoða æfingu dagsins og spjalla saman um CrossFit inná blogsíðu CrossFit Akureyri sem Brynjar og Hulda Elma stjórna. www.CrossFitAkureyri.blogspot.com er slóðin og við erum með hlekk þangað í hægri stikunni
24.11.2009
Við ætlum að færa spinningtímann sem er seinni partinn á föstudögum fram um 30 mínútur. Flestir eru búnir að vinna fyrr á föstudögum og svo er meiri tími til að fara í pottinn á eftir. Þemaspinning næsta föstudag verður því kl 17:00.
24.11.2009
Vegna sérstakra aðstæðna þá eru engir Body Vive kennarar á svæðinu næsta föstudag. Það verður því ekki Body Vive en Hansína ætlar að taka venjulegan og góðan konutíma í staðinn.
22.11.2009
Salsakennarar frá Salsa Íslandi voru hér alla helgina með salsakennslu fyrir byrjendur. Frábær þátttaka var og allir fundu fyrir sólinni og hitanum sem fylgir salsanu.