Fréttir

Jólahjól

Jæja, það er búin að vera góð pása hjá heimasíðunni. En Gleðileg jól þið öll og vonandi hafið þið haft það gott í snjónum. Það verður jólahjól á morgun

Jól á Bjargi!

Það verður lokað á aðfangadag, jóladag og annan í jólum. Annars verður meira og minna opið og flestir tímar inni. Áramótagleði Bjargs verður 30. des. kl 17-19. Þá verða myndaðir nokkrir 20 manna hópar

Frumflutningur á Body Pump

Anna ætlar að frumflytja nýja útgáfu af Body Pump þriðjudaginn 15. desember kl. 17:30. Fullt af nýjum lögum og skemmtilegum æfingum.

Góður árangur á lífsstílsnámskeiðinu.

Það var útskriftardagur í gær hjá lífsstílnum. Margir voru að keppa við 10% léttingu á 14 vikum og fá 2 mánaða kort í verðlaun. 8 konur náðu þeim árangri og 5 þeirra fengu aukamánuð fyrir að léttast mest eða losa sig við flesta

Miðvikudagspartý

Fólkið sem mætir í morgunþrekið kl 08:15 á morgnana hefur alltaf gefið sér góðan tíma eftir æfingu og sest niður í setustofunni og spjallað yfir kaffibolla (frá 1996).

Þemaspinning - Jól og Tina Turner

Það verður jólaþema með Tinu Turner ívafi hjá Birgittu í þemaspinning á föstudaginn kl. 17:00. Mætum í jólastuði og gefum í.

Tveir nýir tímar

Næsta miðvikudag kemur inn nýr opinn Gravity tími kl. 9:30, munið að skrá ykkur. Framhaldstími í CrossFit bætist við á miðvikudögum kl. 18:30.

Fækkun á tímum í desember

Nú er farið að fækka í sumum tímum og fyrstu tímarnir til að detta út eru báðir Body Vive tímarnir og Body Step á fimmtudögum.

Skráning á námskeið á nýju ári hefst 10. desember

Við ætlum að byrja að skrá á námskeið sem byrja í janúar 2010 þann 10 des. CrossFit, nýr lífsstíll, Gravity og Bjargboltinn.

CrossFit blogsíða

Nú er hægt að skoða æfingu dagsins og spjalla saman um CrossFit inná blogsíðu CrossFit Akureyri sem Brynjar og Hulda Elma stjórna. www.CrossFitAkureyri.blogspot.com er slóðin og við erum með hlekk þangað í hægri stikunni