Fréttir

Námskeið að byrja

4 Gravitynámskeið byrja á morgun. Fullt er á þau öll nema kl 18:30 eru nokkrir bekkir lausir. Sá hópur er fyrir fólk með vefjagigt og stoðkerfisvandamál. CrossFit er líka að byrja og eru nokkur laus pláss kl 18:30 (byrjar á þriðjudag).

Æðislegur Body Balance

Við viljum hvetja alla til að prufa Body Balance. Frábærar teygjur sem gera ykkur gott, krefjandi jógaæfingar, Pilates kvið og bakæfingar og slökun í lokin. Við kennum við kertaljós og tónlistin er frábær. Ef þið viljið huga að djúpu kvið og bakvöðvunum og almennum liðleika

CrossFit framhald

Framhaldstímar í CrossFit eru 4 eins og er og stefnan að fjölga þeim eftir þörfum. Ef það skráist ekki á grunnámskeiðið kl 08:30 þá bætum við inn tveimur tímum á þeim tíma eftir helgi. Þegar fólk hefur lokið grunnnámskeiði og hyggst mæta í framhaldatímana þá kostar mánuðurinn þar 3000kr

Þrektími á þriðjudögum

Það hefur mikið verið beðið um þrektíma seinni partinn og við bættum einum inn núna eftir áramótin. Það eru um 10-15 manns að mæta sem okkur finnst alltof lítið.

Ný námskeið eftir viku!

Nú er síðasta vikan að hefjast í 4 vikna námskeiðunum: CrossFit, Bjargboltanum og Gravity. Þannig að skráning er hafin á næstu námskeið sem hefjast flest 8. febrúar. Gravity 06:15 hefst viku seinna.

CrossFit Akureyri

Það eru strangar reglur í kringum það að kenna CrossFit og nota nafnið. Eins og er erum við eina stöðin á Akureyri með leyfi til að kenna CrossFit og með réttindakennara í greininni.

Matreiðslukennsla á laugardag

Abba verður með matreiðslukennslu fyrir alla sem eru á námskeiðum: Lífsstíl, Gravity, Bjargboltinn og CrossFit næsta laugardag kl 13:00. Það er pláss fyrir 40

Handboltakappar í æfingabúðum!

Handboltalið Vals er í æfingabúðum á Akureyri um helgina. Þeir komu og tóku góða lyftingaæfingu hjá Gísla Sigurðssyni þjálfara í gær. Það var tekið vel á því og svo í heita pottinn með skyrsmoothie á eftir.

LOKSINS Þema hjá Brynjari

Brynjar verður með þemaspinning á föstudaginn. Þemað er einfalt: Loksins kennir Brynjar spinning og spilar öll uppáhalds föstudagslögin sín.

Frítt í sund!

Kortin okkar munu gilda í sundlaugina eftir helgina. Við erum að ganga frá útfærslunni á kortunum og því er smá bið. En eftir helgi verður þetta klárt og jafnvel fyrr.