Fréttir

Mömmur og verðandi mömmur!

Meðgöngu og mömmuleikfimin er komin af stað. Allt fullt af litlum krílum inni í leikfimitíma, skemmtilegt og öðruvísi. Það fylltist vel á námskeiðin

Gott Workshop

Okkar kennarar stóðu sig vel á workshopi Les Mills kennara sem var í Átaki um síðustu helgi. Við viljum sérstaklega þakka okkar góðu viðskiptavinum og Les Mills aðdáendum fyrir

Frumflutningur á fullu

Við erum auðvitað búin að frumflytja nýtt prógram í flestum kerfunum. Jóna kenndi Steppið á mánudag, Abba Vive og Anna og Birgitta nýtt Body Pump í gær.

Skráning á námskeið

Skráning er hafin á ný námskeið í Gravity sem hefjast 8. mars. Einnig er byrjað að skrá á grunnnámskeið í CrossFit og verður eitt námskeið í gangi kl 18:30. Þá er hægt að komast að inná lífsstílsnámskeiðin vinsælu

Les Mills workshop á Akureyri

Það verður Les Mills workshop í Átaki á laugardaginn, 27. febrúar. Kennarar í Les Mills kerfunum á Íslandi hittast tvisvar á ári þegar ný kerfi koma og kenna hvor öðrum. Fyrir ári síðan ver þetta hér á Bjargi en er núna í Átaki. Fastagestir okkar í þessum tímum ef velkomið að mæta.

Inga Steinlaug og Body Attack

Það fór einn kennari frá okkur á Body Attack námskeið um helgina og stóðst prófið með glans. Nú er bara að láta sig hlakka til að prufa þennan frábæra þoltíma eftir eina til tvær vikur.

Vesen á heimasíðunni

Við biðjumst afsökunar á því að heimasíðan hefur verið úti í nokkra daga. Það gerðist ýmislegt á meðan, öskudagurinn og skólafrí, salsanámskeið og konudagurinn.

Iron spinning

Gunnar Atli hefur verið að nota lóðin aðeins með í spinningtímunum á föstudagsmorgnum og er fólk ánægt með skemmtilega tibreytingu. Við mælum með að sem flestir prufi ironspinning hjá Gatla.

Dans í hádeginu

Við erum með þrjá BodyJam tíma í viku, hvetjum dansáhugafólk til að nýta þá vel. Í hádeginu á þriðjudögum er frí barnagæsla meðan á tímanum stendur. Svo er tími á miðvikudagskvöldum kl.20:30 fyrir þau sem vilja koma seint.

Aldrei fleiri virk kort!

Teljarinn fór í 2100 fyrir nokkrum dögum og er það hæsta tala sem við höfum séð á virkum kortum hér. Allan veturinn er talan að sveiflast í kringum 2000 en lækkar svo á sumrin.