6 Les Mills kerfi í gangi

Hólmfríður og Jóna kenna Body Step
Hólmfríður og Jóna kenna Body Step
Við verðum með 6 Les Mills kerfi í gangi í vetur. Ef einhver hefur ekki prófað eitthvað af þeim tímum er tími til kominn. Þessir tímar heita: Body Pump (vinsælasti hóptími í heimi), Body Step, Body Combat, Body Balance, Body Vive og Body Jam.Við verðum með 6 Les Mills kerfi í gangi í vetur.  Ef einhver hefur ekki prófað eitthvað af þeim tímum er tími til kominn.  Þessir tímar heita: Body Pump (vinsælasti hóptími í heimi), Body Step, Body Combat, Body Balance, Body Vive og Body Jam.  Það er t.d. dansað í Jamminu, lyft í pumpinu og hamast á pöllum í steppinu.  Við fáum videó með nýju efni á þriggja mánaða fresti frá Nýja Sjálandi en þaðan er þetta upprunnið.  Við kennararnir erum alltaf jafn hissa hvað hugmyndaflug og fagmennska þeirra sem semja þessi kerfi er mikil.  Tónlistin er frábær og öll kennsla og fræðsla sem fylgir þessu til fyrirmundar.
Við munum frumflytja ný kerfi fljótlega í september og sumt í opnu vikunni eins og Vive.