07.04.2014
Já, hann keppti í öllum greinum og fór glæfrastökk á sleðanum. Held hann hafi verið bestur í öllu, var það ekki, enda
æfir hann á Bjargi.
03.04.2014
Nú er Hot yoga áskoruninni lokið og við förum að fækka tímunum eitthvað. Munum líklega halda inni öllum tímunum fram að
páskum en þá falla einhverjir tímar út. Þriðjudagar og fimmtudagar kl. 17:30 verða áfram inni og allavega einn tími í
viðbót.
26.03.2014
Páskaspretturinn byrjaði í dag á Hot yoga. Þrjár vikur og æfingar 5x í viku lágmark. Góður hópur er
skráður á námskeiðið en samt er pláss fyrir nokkra í viðbót. Góðir kennarar með mikinn metnað sjá um
námskeiðið.
24.03.2014
Næsta miðvikudag kl. 8:15 verður heitur rúllutími í stað þrektíma. Sjálfsnudd og teygjur í heitum sal, notum bandvefslosunarrúllur og litla bolta.Gott að hafa með sér
vatn, vera berfættur og hafa handklæði.
Þeir sem vilja þolið mæta fyrir kl. átta, taka 500 metra á róðravél, 6 mín á hlaupabretti / stígvél og hlaupa 10
ferðir í stigann, koma svo sveitt og sæl niður í nuddið.
Hlökum til að sjá ykkur, Andrea og Guðríður
20.03.2014
Mánaðarþrekkort á 8.000 kr. Gildir lengur ef verkfallið dregst á langinn. Innifalið í þrekkorti er tækjasalur, spinning,
þrektímar, Zumba, Body Pump og heitur þrektími. 10 tímar í Zumbu fyrir 5.000 kr. og 10 tímar í Hot yoga fyrir 5.000 kr.
17.03.2014
Úrvalshópur frjálsíþróttasambands Íslands, 15-22 ára var hér um helgina í æfingabúðum. Hópurinn
gisti á Bjargi, borðaði, æfði, skemmti sér og naut lífsins. Krakkarnir komu flest að sunnan en slatti að norðan og austan.
14.03.2014
Það verða gestakennarar í spinning kl. 17:15 í dag. Arna Benný Zumbakennari og Jonni kærastinn hennar ætla að hjóla með ykkur,
svitna, puða og púla. Bara gleði!!
11.03.2014
Anna er búin að frumflytja nýja Body Pumpið, algert æði hef ég heyrt. Hóffa og Abba frumflytja nýjan Body Balance á morgun kl.
17:30. Góðar æfingar við einstaka tónlist.
11.03.2014
Það geta allir átt von á vinningi sem mæta í Hot yoga í mars. Allir drógu miða á sunnudaginn (um 35 manns) og á miðanum
voru heilræði og vinningur á einum þeirra, 10 tíma kort í Hot yoga. Hvetjum alla sem eru með í áskoruninni að mæta
lágmark 4x í viku og finna ávinninginn. Annars eru margir að koma 1x-2x í viku sem er flott með annarri hreyfingu.
10.03.2014
Allir skólanemar geta núna keypt ódýr 10 tíma kort í Hot yoga og Zumbu. Kortin kosta aðeins 5.000 krónur og verða til sölu
út apríl. Þessir tímar eru vinsælir hjá unga fólkinu og við ætlum að koma til móts við þau og gefa 50%
afslátt af þessum kortum.