11.06.2014
Við erum með fjögur námskeið í gangi núna út júnímánuð, sumarnámskeiðið sem er skokk og þrek á
útipallinum, Dekurnámskeið fyrir 50 ára og eldri, FIMM / TVEIR fyrir þá sem ætla að léttast og Gravity/Bolta námskeiðið
byrjaði í dag. Í júlí verða engin námskeið en við byrjum með FIMM /TVEIR námskeið 13. ágúst og líklega
Gravity/Bolta námskeið. Svo koma hin námsikeiðin inn eins og lífsstíll, Dekurnámskeið og Nýtt útlit.
Dansákorun og Hot yoga áskorun í einn mánuð koma svo inn í september.
10.06.2014
Við erum með glæsilegt útisvæði sem hentar eintsklega vel undir útiafmæli eða einhverskonar uppákomur. Heitur pottur, gufubað,
stólar og borð, erum líka með diska og glös ef þarf. Risa timburoallur sem hentar vel fyrir allavega leiki og dans. Hellulagða svæðið er
frábært til að matast og slaka á í sólbaði t.d. Hluti af inniaðstöðu getur fylgt með, WC, eldhúsaðstaða og setustofa
t.d.
Þetta svæði er semsagt í boði í sumar, ekki fyrir kvöldpartý heldur til ca. kl. 21 daglega gegn vægu leigugjaldi.
08.06.2014
Vegna fjölda áskorana og mikillar sölu á þrekkortunum sem gilda í 15 mánuði höfum við ákveðið að framlengja þetta
glæsilega tilboð fram að þjóðhátíðardeginum 17. júní.
08.06.2014
Það eru 3 bekkir lausir á Gravity/Bolta námskeiðið sem byrjar á miðvikudag. Gravity tímarnir verða 2x í viku, á
miðvikudögum og föstudögum. Heiti boltatíminn verður á mánudögum og er sá tími opinn fyrir Þrekkortshafa og aðra sem eru
á námskeiðum.
06.06.2014
Það er lokað hjá okkur á Hvítasunnudag en tækjasalur er opinn á annan í Hvítasunnu frá kl. 10 til 14. Allir tímar
falla niður þessa tvo daga.
03.06.2014
Sumir tímar sem eru illa sóttir detta út eftir þessa viku. Síðasti Hot yoga tíminn kl. 9:15 á miðvikudögum verður á
morgun. Þá verður einn Body Balance tiími til viðbótar kl. 10:30 á laugardögum, en miðvikudagstíminn kl. 17:00 verður afram
í sumar. Spinningtíminn kl. 8:15 á mánudögum er troðfullur en hinn sem er kl. 17:30 er illa sóttur og því í hættu.
Við vonum að rætist úr mætingu í súperkeyrslutímannn á miðvikudögum kl. 17:30.
31.05.2014
Þriggja vikna námskeið byrjar 11. júní og endar 30. júní. Tímar þrisvar í viku kl. 16:30. Heitur þrektími
á mánudögum, Gravity á miðvikudögum og föstudögum. Möguleiki á aukatímum hina dagana eða kennslu í tækjasal.
Gravity eru styrktartímar í sérhönnuðum bekkjum þar sem unnið er með eigin þunga. Tímarnir henta öllum, fólki í
toppformi og byrjendum því hver og einn styllir álagið við hæfi. Þrektíminn á mánudögum er í Hot yoga salnum, verulega
vaxtamótandi og skemmtilegir tímar. Abba og Óli sjá um kennsluna.
27.05.2014
Það verður lokað á Bjargi fimmtudaginn 29. maí.
27.05.2014
Vekjum athygli á því að Body Pumpið er komið yfir á þriðjudagana og er kl. 17:30. Erum með flotta tímaröð kl. 17:30:
spinning, Body Pump, súperkeyrslu, Hot yoga og spinning/þrek. Tvisvar í viku er svo útitími hjá Óla kl. 17:15. Vonumst til að sjá sem
flesta í þessum tímum, enn er hægt að prófa allt sem þið viljið út maímánuð.