11.08.2014
Við erum byrjuð að skrá á öll námskeið sem verða í boði í haust. Fyrsta námskeiðið fimm/tveir byrjar á
miðvikudaginn. Þar er góður hópur skráður en samt pláss fyrir um 10 manns í viðbót. Skráning í Nýtt
útlit og á Dekurnámskeiðið er langt komin. Nóg pláss er á lífsstílsnámskeiðinu og Gravity/bolta. Best er að
tryggja sér plássið sem fyrst og núna er pláss fyrir 2 í viðbót í nýju útliti. Sjáum til hvort við setjum
á annað námskeið, t.d. að morgni.
07.08.2014
Síðasti útitíminn var í dag. Næsta fimmtudag kemur inn Hot yoga tími í staðinn. Það er búin að vera
frábær mæting í yogað í sumar þrátt fyrir góða veðrið. Það verða því þrír
tímar á viku núna til 1. september, þá koma inn 5 nýir tímar.
Verðum líklega með Hot yoga áskorun í september.
05.08.2014
Það verður venjulegur þrektími í fyrramálið kl. 8:15. Við vorum með heitan og venjulegan til skiptis og þessi venjulegi virðist
hafa yfirhöndina hvað mætingu snertir. Hættum því þessu systemi sem var bara sumarskipulag.
01.08.2014
Við flytjum úr kjallaranum á jarðhæðina með heita salinn og tökum hann í notkun um mánaðamótin ágúst/september.
Þannig að núverandi teygjusalur verður að heitum sal og alltaf opinn á milli tíma til að æfa og teygja. Hann verður volur allan daginn sem
er fengur fyrir alla. Heitu þrektímarnir, Body Balance og Hot yoga verða í þessum sal sem tekur rúmlega 20 manns. Speglarnir ná niður
í gólf, nýtt gólf, frábær hljómburður, nýjar dýnur og betri hitunargræjur. 8 Hot yoga tímar verða í
boði vikulega og kannski verðum við með númerakerfi ef aðsóknin verður brjáluð, fyrstir koma fyrstir fá og hurðin læsist inn í
salinn eftir að tíminn byrjar.
29.07.2014
Laugardagurinn verður eins og venjulega, opið 10 til 16 og Óli verður með þrektíma kl. 9:05. Það verður lokað á sunnudag og
mánudag. Opnum síðan á þriðjudag með þrektíma kl. 6:10.
Skemmtið ykkur vel um helgina.
28.07.2014
Gaman, gaman. Lífsstílsnámskeið verður í boði í haust. Við verðum með einn hóp á eðaltíma, kl. 17:30
á mánudögum og fimmtudögum og þriðji tíminn er kl. 11:30 á laugardögum. Þetta er aðhaldsnámskeið fyrir alla sem vilja
komast í þokkalegt form, taka mataræðið í gegn og vera í skemmtilegum hóp. Breyttur lífsstíll er að gera hreyfingu og hollt
mataræði að lífsstíl ekki kúr.
Hentar öllum og er kannski góður kostur fyrir þá sem leggja ekki í FIMM/TVEIR námskeiðið en þar eru aðeins meiri kröfur og
æfingarnar lágmark 5x í viku.
Abba mun halda utanum hópinn og Hómríður og Óli kenna tímana á móti henni. Þar verur farið í alla þætti
líkamsræktar og tímarnir verða fjölbreyttir.
Bjóðum uppá 8 eða 15 vikna námskeið sem byrjar 28. ágúst. Allir sem klára 15 vikur (11. des.) æfa frítt út
árið.
24.07.2014
Vinsæla námskeiðið hennar Öbbu, Nýtt útlit verður á dagskrá næsta haust. Núna er bara pláss fyrir 24 og
því um að gera að skrá sig sem fyrst. Á námskeiðinu er þrír lokaðir tímar í viku, tveir heitir
þrektímar og einn Gravity/bolta tími. Heitu tímarnir eru í sal sem er 37-40 gráðu heitur og það er tekið þokkalega á
því í einstaklega skemmtilegum og öðruvísi æfingum fyrir kvið, bak, axlir, rass og læri. Liðleikinn og jafnvægið fá
líka sinn skerf. Abba notar rúllurnar bæði til að nudda og gera æfingar, létt lóð, litla mjúka bolta og
gúmmíteygjur. Tímarnir verða kl. 16:15 og 16:30. Námskeiðið byrjar 4. september.
21.07.2014
Dekurnámskeiðið okkar fyrir 50 ára og eldri var mjög vinsælt sl. vetur. Abba var með tvo volga þrektíma í viku fyrir
skvísurnar. Núna ætlum við að halda því en bæta við einum Gravity þrektíma fyrir hópinn. Gravity er einföld
leikfimi í sérútbúnum bekkjum, einstaklega örugg styrktarþjálfun sem er hægt að hafa létta og líka erfiða ef
vill.
Núna verða tveir hópar í boði og frjálst að flakka á milli fyrir vaktavinnufólk. Kl. 8:15 og hinn hópurinn er kl. 16:15.
Hámarksfjöldi í hvorum hóp er 24 og því er gott að tryggja plássið fljótlega.
17.07.2014
Óli er með spinning í fyrramálið kl. 6:10. Einn vinsælasti tíminn í stöðinni undanfarin ár. Það er
ótrúlega einfalt og þægilegt að setjast á hjólið á morgnana, loka augunum, hjóla, svitna og hlusta á góða
tónlist. Þetta eru tímar sem henta öllum, svo ekki hika við að prufa.
15.07.2014
Við erum byrjuð að skrá á næsta FIMM/TVEIR námskeið sem byrjar 13. ágúst. 10 eða 20 vikur eru í boði. Þetta
er fyrir þau sem eru of þung, byrjendur sem lengra komna. Lögð er áhersla á að æfa lágmark 5x í viku og leitast við að fara
eftir bókinni um 5/2 mataræðið. Þeir sem borga núna geta byrjað strax að æfa og græða þannig nokkrar vikur. Getum tekið
fyrstu mælingu strax. Nánar.l