Fréttir

Zumba og Ólatími fylgja tækjasalskortinu.

Árið í tækjasalinn kostar bara 49.000 kr., 39.000 kr. ef þú ert í skóla.  Innifalið í kortinum er að sjálfsögðu frjáls aðgangur að tækjasal og vikulega er hægt að fara í Ólatíma eða Zumbu á laugardögum.  Ólatíminn er fyrir alla sem vilja alvöru þrektíma og Zumban fyrir þau sem hafa gaman af dansi og vilja svitna ærlega og fá útrás fyrir gleðina. 

Gravity námskeið

Það er hægt að komast að á Gravity námskeiðinu sem er kl. 18:30 á þriðjudögum og fimmtudögum.  Notum Gravitybekkina mest en líka bolta, teygjur og lóð. Möguleiki að kaupa 3 til 5 vikur.

Hot yoga á morgun

Abba er komin heim og ætlar að kenna Hot yoga í hádeginu á morgun ef einhver mætir.  Ef tíminn fer ekki almennilega af stað aftur þá munum við fella hann út úr töflunni. Það má gera ráð fyrir að einhverjir tímar tínist út í desember og við munum stytta opnunartímann á föstudögum og sunnudögum í desember.

Gravity á fimmtudögum

Við ætlum að opna Gravitytímann á fimmtudögum kl. 8:15 fyrir alla.  Gravity er eitthvað sem allir verða að prufa og flestir sannfærast.  Abba kennir þessa tíma.

Hot Fit

Nú er kalt og því tilvalið að prufa Hot Fit.  Það eru tveir opnir tímar á morgun kl. 8:15 og 16:15.  Hot Fit eru skemmtilegir þrektímar í heita salnum.  Mælum með því að fólk sé berfætt og léttklætt.  Lúmskir svitatímar sem henta öllum.  Abba er svo með volga dekurtíma kl. 8:15 á mánudögum og miðvikudögum.  Tímarnir fylgja dekurnámskeiðinu fyrir 50 ára og eldri, en það er alveg pláss fyrir fleiri og því sjálfsagt að prufa þessa tíma.

Hot Yoga fellur niður í dag.

Hádegis Hot Yoga fellur niður í dag vegna fjarveru Öbbu .

350 þúsund í verðlaun

Glæsilegur árangur náðist á 10 vikna fimm/tveir námskeiðinu og 8 vikna lífsstílnum sem lauk í gær.  Margrét Alma Hannesdóttir setti nýtt met í léttingu er hún tók af sér 15,2% á 10 vikum og 45 sentimetrar fuku.  Hún var ekki bara að standa sig vel á fimm/tveir námskeiðinu heldur tók hún líka þátt í 4 vikna spinningáskoruninni og varð í öðru sæti þar.  Verðlaunin eru glæsileg, 100.000kr. í peningum og 86.000kr. árskort á Bjarg.  Guðrún Guðmundsdóttir og Ingibjörg Ásta Björnsdóttir voru báðar yfir 10% léttingu á 10 vikum og fengu 50% afslátt af næsta námskeiði.  Hópurinn sem kláraði og kom í lokamælingu, um 20 manns léttist að meðaltali um 7,8 kg. á 10 vikum, frábær hópur sem mætti stíft og tók vel á því í ræktinni og breytti um stíl í mataræði. Fyrstu 8 vikurnar hjá Nýjum lifsstíl kláruðust í gær.  Þar fór Jóninna Karlsdóttir heim með 10 mánaða kort.  Hún náði 10% léttingu og fyrir það fékk hún 6 mánaða kort.  Hún tók af sér 49 sentimetra sem er nýtt met á svona stuttum tíma og fékk 2 mánuði fyrir það og svo var hún að sjálfsögðu með hlutfallslega mesta léttingu á 8 vikum og fékk tveggja mánaða kort fyrir það.  15 voru með 100% mætingu og Þorbjörg Ólafsdóttir hreppti mætingaverðlaunin.  Þá drógum við út nokkra skemmtilega happdrættisvinninga m.a. frá Hjartalagi, Bjargi og krúttklútum Öbbu.  Takk fyrir samveruna þið sem eruð að klára og við hlökkum til að vinna áfram með þeim sem halda áfram í báðum hópum.

Breyting

Abba er að fara í burtu í 11 daga.  Hún kennir mikið og er búin að koma öllum tímunum út nema Hot yoga kl. 9:15 á fimmtudagsmorgnum.  Hann er því farinn úr tímatöflunni.  Hádegis Hot yoga tíminn á föstudögum er í uppnámi.  það er möguleiki á því að hann falli ekki niður, fylgist vel með hér á síðunni.

Þrektími

Þrektíminn kl. 16:30 er að stækka og fleiri og fleiri að átta sig á honum.  þrektímar á Bjargi eru ótrúlega fjölbreyttir og enginn tími eins.  Þreksalurinn okkar er vel búin tækjum.  Þar eru 8 líkamsræktartæki, 40 spinninghjól, 12 Gravitybekkir, fullt af pöllum, lóðum, stöngum, boltum, bjöllum og teygjum.  Við teljum svo stigann með tækjunum því hann er töluvert notaður. Núna er hægt að skipta salnum í tvennt og stundum eru tveir tímar í gangi, spinning og Gravity t.d.  Anna, Óli, Jonni, Tryggvi, Guðríður, Andrea og Tóta sjá um þrektímana á Bjargi. Þau eru troðfull af hugmyndum og láta fólk taka vel á því.

Gravity, Gravity

Hvetjum fólk til að prufa Gravity.  Opinn tími er á föstudögum kl. 16:30.  Hentar jafnt byrjendum og fólki í toppformi, vegna þess að hæðin á Gravitybekknum stjórnar álaginu.  Það er líka gott pláss á fimmtudagsmorgnum kl. 8:15 fyrir þá sem vilja vera með Öbbu og dekurkonunum.