19.02.2015
Það er alltaf hægt að koma inní lífsstílsnámskeiðið og Gravity Bolta námskeiðið. Á þessum
námskeiðum er pláss. Nýtt útlit og Dekurnámskeiðið eru frekar full en kannski pláss fyrir eina til tvær í hvorum
hóp.
19.02.2015
Abba er búin að vera að kenna Hot yoga í hádeginu á föstudögum. Það er frekar léleg mæting og flestir velja
þrektímann framyfir Hot yogað. Síðasti tíminn verður því á morgun kl. 12:10. Bendum á alla hina tímana og t.d. eru enn
tveir tímar í boði á fimmtudögum, kl. 6:10 og 17:20. Á sunnudögum er öruggast að vera búin að sækja sér númer
10 mínútum fyrir tímann til að vera öruggur með pláss. Núna er Bryndís yogakennari kominn aftur eftir um tveggja mánaða
fjarveru vegna puttabrots. Hóffa kennir í dag og er að koma tilbaka eftir veikindi.
16.02.2015
Arna Benný er á leiðinni norður þannig að Zumban fellur niður í dag.
13.02.2015
Það er ekkert lát á vinsældum Ólatímans sem er kl. 9:05 á laugardagsmorgnum. Óli kennir oftast sjálfur og getur endalaust
komið á óvart með frábærum þrektímum. Body Balance tímarnir hafa líka verið endalaust vinsælir síðan Abba
byrjaði að kenna þá fyrir um 15 árum. Fallegir, krefjandi tímar sem eru skemmtileg blanda af óhefðbundnu yoga, Pilates og Tai Chi. Flott
tónlist er eitt af aðalsmerkjum þessara tíma og Grammy verðlaunahafinn Sam Smith á einmitt tvö lög núna í Body Balance. Zumban
hjá Þórunni er síðan opinn fyrir alla sem eiga kort á Bjargi, tækja-eða þrekkort. Nýjustu og flottustu dansarnir við
dúndrandi skemmtilega músík.
11.02.2015
Ólatíminn og Zumban á laugardögum fylgja tækjasalskortinu. Skemmtileg tibreyting fyrir korthafa að hvila sig á tækjasalnum á
laugarögum og fara í alvöru þrektíma eða dansa brjálaða og skemmtilega Zumbu.
06.02.2015
Það er Body Balance tími í fyrramálið kl. 10:30. Tímarnir eru í nýuppgerðum sal í kjallaranum. Nóg pláss og
frábært prógram. Flott tónlist og reynslumiklir kennarar.
06.02.2015
Það er Body Balance tími í fyrramálið kl. 10:30. Tímarnir eru í nýuppgerðum sal í kjallaranum. Nóg pláss og
frábært prógram. Flott tónlist og reynslumiklir kennarar.
03.02.2015
Það er troðfullt á heita rúllunámskeiðinu hjá Guðríði og Andreu. Góður hópur er á
ketilbjöllunámskeiðinu hjá Tryggva og svo er alltaf að fjölga í Gravity/bilta námskeiðinu og lífsstílnum. það er
hægt að koma inní þau námskeið hvenær sem er og þau verða fram á vorið, enda í kringum 10. maí.
02.02.2015
Arna Benný er í hálfsmánaðar fríi og því fellur Zumba niður næstu tvo mánudaga. Þórunn mun kenna
miðvikudags tímana og áfram á lsugardögum.
29.01.2015
Heiti rúllutíminn á mánudögum kl. 17:30 er opinn fyrir alla sem eiga þrekkort eða eru á einhverjum námskeiðum. Það er
frjálst fyrir alla sem eru á námskeiðum á Bjargi að mæta í alla opna tíma í tímatöflunni. Einnig er í lagi
að kíkja aðeins á milli námskeiða, Nýtt útlit og lífsstíll t.d. Það hangir uppi tímatafla á töflunni
hjá okkur þar sem við merkjum hver kennir og þar eru lokaðir tímar merktir með lit. Einnig hér á síðunni er hægt að
skoða alla tímana í tímatöflunni og lesa um þá hvernig þeir eru og hvort þeir eru opnir eða ekki. Það þarf að fara
í tímatöfluna og setja bendilinn á viðkomandi tíma og þá kemur útskýring.