Fréttir

Hot Fit

Hot Fit tíminn á fimmtudag kl. 8:15 fellur niður.  Tóta mætir galvösk í tímann kl. 6:10 og kennir Hot Fit eins og henni einni er lagið.  Þetta eru síðustu heitu morguntímarnir.  Í næstu viku verður Gravity kl. 6:10 og Hot fit á miðvikudegi kl. 8:15.

Sumaropnun fer í gang 11. maí

Það er orðið rólegra eftir kl. 21 á kvöldin og því munum við stytta opnunartímann frá og með 11. maí.  Núna er opið til kl. 23 en í sumar styttist það til kl. 21.

Opið í alla lokaða námskeiðs tíma í næstu viku.

Við erum að klára námskeið eins og Nýtt útlit, dekurnámskeið, lífsstíl og Gravity bolta í næstu viku. Einhverra hluta vegna þá dettur aðsóknin niður síðustu tvær vikurnar. Við ætlum því að opna fyrir alla sem eiga kort á Bjargi inn í þessa tíma í næstu viku.

Lokað 1. maí.

1. maí er frídagur verkalýðsins og við höldum hann hátíðlegan.  Það er því lokað á Bjargi.

Ólatími og súperkeyrsla í allt sumar

Vinsælustu tímarnir munu halda sér í allt sumar.  Spinning á mánudags og föstudagsmorgnum, súperkeyrsla á miðvikudögum og Ólatíminn á laugardögum.  Hot yoga verður 1x í viku, Hot Fit 2x í viku og Body Pump 2x í viku.

Gravity námskeið

Nú er rétti tíminn til að skella sér á Gravity námskeið.  Gravity er styrktarþjálfun í bekkjunum sem eru í þreksalnum á efri hæðinni.  Öflugt, einfalt og vaxtamótandi.  Gravity hentar öllum og byrjendur geta verið með fólki sem er í góðu formi og karlar og konur geta verið saman.  Hver og einn stillir álagið eftir getu.  Stefnum á 5 vikna námskeið(hægt að semja um styttra), kl. 9:30 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl. 16:30 á mánudögum og fimmtudögum.  Sjálfsagt að flakka á milli hópa.  Innifalið er svo frjáls aðgangur að tækjasal og öllum öðrum tímum í tímatöflunni. Byrjum 11. og 12. maí.

Mánaðarkort á 10.000 kr. í sumar

Sumartilboðið okkar er mánaðar þrekkort á 10.000 kr.  Það gildir í tækjasal og alla hóptíma.  Áfram verður hægt að kaupa mánaðarkort í tækjasalinn fyrir 6.900 kr.

Hot yoga

Það eru ennþá inni 3 til 4 Hot yoga tímar.  Mánudagstíminn er hættur.  Munið að það er ekki troðið í tímana eins og sumir halda og koma ekki þess vegna.  Við erum búin að fella út 3 tíma vegna þess að þeir eru ekki nógu vel sóttir.  Það er nóg pláss í þessum þremur tímum sem eru eftir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:20, sunnudögum kl. 11 og annan hvern fimmtudagsmorgun kl. 6:10.

Opið á sumardaginn fyrsta.

Tækjasalurinn verður opinn frá 10 til 13 næsta fimmtudag. Allir hóptímar falla niður. Tökum vel á móti sumrinu með góðri æfingu.

Zumba

Þórunn getur ekki kennt Zumbuna næsta laugardag og svo er veðrið að batna og komið fram í maí.  Þannig að Zumban á laugardögum er hætt fram á næsta haust.  Takk fyrir frábæra mætingu í vetur.  Heiti rúllutíminn á mánudögum er líka hættur og Hot yoga á miðvikudögum.