Fréttir

Tímataflan, breytingar

Gravitytíminn sem var á föstudögum verður framvegis á þriðjudögum kl. 16:30, opinn fyrir alla sem eiga þrekkort og eru á námskeiðum.  Dekurnámskeiðið verður líka 3x í viku kl. 16:30, ekki 16:20.  Og því færist Body Balance tíminn  á miðvikudögum aftur og verður kl. 17:30 í næstu viku.  Tíminn á morgun verður kl. 17:20.  Þetta eru allr smá tilfæringar og eru ástæðurnar af ýmsum toga.  Heiti rúllutíminn verður líka 10 mínútum seinna á mánudögum eða kl. 17:30. Tímataflan verður fullkláruð um helgina og allir tímar komnir á sinn stað.

Nýr Body Balance

Abba ætlar að kenna nýjan Body Balance á miðvikudaginn kl. 17:20.  Flott tónlist og fullt af góðum yogastöðum í frábærum útfærslum.  Pilates í kvið og bakæfingum og Tai chi í upphitun.  Gerist ekki flottara.

Einn mánuður á 7.100 kr. í janúar.

Við ætlum að koma til móts við alla sem vilja prufa ræktina í einn mánuð á nýju ári á verði eins mánaðar í árskorti, 7.100 kr.  Innifalið í gjaldinu er frjáls mæting í alla tíma, tækjasal, heita potta og gufubað.  Þessi kort verða seld í janúar.  Tilvalið að fara í spinning, þrektíma, Zumbu, Body Pump, Hot yoga, heitan rúllutíma.......

Fullt á námskeiðin!!

Dekurnámskeiðið er fullt og Nýtt útlit líka.  Við ætlum að halda áfram að bæta á biðlistana því það er pláss fyrir einn hóp í viðbót.  Þannig að endilega hringið sem fyrst og skráið ykkur á biðlistana og við munum hafa samband.  Nokkur pláss eru laus á ketilbjöllunámskeiðinu hans Tryggva, við getum bætt við um 10 manns í lífsstílinn og Gravity/bolta námskeiðið.  Einnig er nóg pláss á FIMM / TVEIR námskeiðið. Það er á döfinni að setja inn Gravity námskeið á morgnana kl. 8:15 tvisvar í viku.

Gleðilegt ár

Óskum öllum gleðilegs árs með þökk fyrir það gamla. Takk til ykkar sem mættuð í áramótatímanum þann 30. og í Hot yoga. Elvar, Birna og Hóffa kenndu með Öbbu og Óla. Tveir góðir happdrættisvinningar voru dregnir út. Á gamlársdag var svo allt undirlagt í hlaupunum sem tóku þátt í Gamlárshlaupi UFA.

Elvar í heimsókn!

Elvar Guðmundsson sem kenndi Hot yoga hér á Bjargi 2011 er í heimsókn á Akureyri yfir jólin.  Hann mun kenna Hot yoga sunnudaginn 28. des. kl. 11.  Við erum að hugsa um að vera með áramótatíma í Hot yoga þriðjudaginn 30. des. á undan stóra þrektímanum.  Byrjum 16:30 og kannski verða 2 til 3 kennarar sem skiptast á að kenna.  Mætum í góðu áramótaskapi og förum í öflugt Hot yoga þar sem við gerum kannski eitthvað öðruvísi.

Spinning á annan í jólum.

Óli ætlar að vera með jólaspinning á annan í jólum kl. 10:30. Allir velkomnir meðan hjólin endast.

Ketilbjöllunámskeið

Tryggvi verður með 4 vikna ketilbjöllunámskeið á nýju ári.  Frábært tækifæri fyrir alla sem vilja læra réttu tæknina og auka styrk sinn svo um munar.  Kennslan verður á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:45.  Skráðu þig strax og æfðu frítt fram að námskeiði sem byrjar 15. janúar.  Takmarkaður fjöldi.

Gravity 18:30

Bendum fólki á að það er oðið í Gravity/boltatímana kl 18:30 á þriðjudögum og fimmtudögum þessa viku. Þetta eru lokatímar í námskeiði og nóg pláss fyrir fleiri. Tímataflan hefur minnkað verulega núna í desember en stækkar aftur 5. janúar.

opið á morgun.

Óli mætir kl. 6 í fyrramálið og það verður spinning kl. 8:15. Heiti tíminn kl. 8:15 fellur niður.