13.10.2014
Við ætlum að bjóða ungu fólki með vefjagigt að prufa einn mánuð á Bjargi fyrir aðeins 7.100kr. Allir tímar og
tækjasalur fylgja. Bendum hópnum sérstaklega á Hot Fit tímann kl. 16:15 á þriðjudögum og þrektímann á
fimmtudögum kl. 16:30.
Byrjum 21. október. Engin skráning, bara mæta og kaupa ódýrt mánaðarkort. Frí kennsla á æfingaáætlanir
í tækjasal fylgir.
08.10.2014
Já, allir sem mæta í einhverju bleiku föstudag, laugardag eða sunnudag fá frítt í tíma hjá okkur. Við höfum bætt
nokkrum tímum við venjulegu tímatöfluna, skoðið þetta vel og veljið ykkur tíma.
02.10.2014
Það var troðfullt í Hot yoga í morgun kl. 6:10. Spinningtíminn á föstudagsmorgnum hjá Tryggva er líka alltaf fullur en við erum
með um 40 hjól. Gott er því að mæta tímnlega í þessa tíma. Það eru þrír Hot yoga tímar í
dag, kl. 6:10, 9:15 og 17:15. Þrektíminn kl. 6:10 á þriðjudögum er svo í umsjón Tótu, Jonna og Örnu Bennýar og þar er
pláss fyrir 60 manns og óþarfi að mæta snemma. Hvetjum alla til að prufa þrektíma hjá þessum ungu og spræku kennurum.
29.09.2014
Heiti teygjusalurinn er opinn fyrir alla sem æfa á Bjargi. Þú getur farið inn þegar ekki eru tímar í gangi, gert þínar
æfingar í hitanum, teygt og slakað. Sumir koma í salinn bara til að slaka á en við spilum rólega tónlist allan daginn og þarna er
líka rökkur.
27.09.2014
Við mælum með því að fólk mæti snemma á sunnudögum í Hot yoga. Þetta er eini tíminn í vikunni sem er
yfirfullur. Það dugar oftast að mæta korteri fyrir tímann og taka númer í afgreiðslu. Það fer vel um 20 manns í salnum.
Oftast eru um 15 manns í hinum Hot yoga tímunum og því nóg pláss. Suma fimmtudaga er hægt að velja um þrjá Hot yoga
tíma. Næsta fimmtudag verður t.d. Hot yoga kl. 6:10. 9:15 og 17:15 og því pláss fyrir alla. Föstudagstíminn kl. 12:10 er að koma
sterkur inn og svo erum við kl. 17:15 þrisvar í viku.
25.09.2014
Bjarg er þekkt fyrir góða og fjölbreytta hádegistíma. Óli, Anna, Guðríður, Andrea, Abba, Jonni og Arna Benný sjá um
þrekið og því er fjölbreytnin endalaus. Það er aðalsmerkið okkar að kennararnir rúlla á þrektímunum og Hot yoga
tímunum t.d. sem gerir fjölbreytnina meiri og allt skemmtilegra.
24.09.2014
Hvetjum alla sem ekki hafa prufað Gravity að mæta á föstudaginn kl. 16:30 og fara í gegnum einn alvöru tíma. Gravity er fyrir fólk í
toppformi og líka þá sem eru að byrja. Álaginu stjórnar hver á einn með hæðinni á bekknum. Anna og Tóta kenna
þessa tíma og eru algjörir Gravity sérfræðingar.
18.09.2014
Fyrsti happdrættisvinningurinn var dregin út í gær í Zumbaáskoruninni. Við munum draga í hverri viku og allir sem eru mættir í
tímann draga miða með einhverju heilræði og á einum er aukalega vinningur. Í gær var Krúttklútur frá Öbbu í
vinning. Næst drögum við út Boozt og verða 5 vinningar í boði.
18.09.2014
Nú eru allir komnir af stað í Spinningáskoruninni. Það eru 28 tímar sem eru í boði í keppninni frá 15. sept. til 15.
okt. 40 hjól eru í salnum og sumir tímarnir eru vel fullir. Við hleypum inn í salinn um 5 mínútum fyrir tímann ef mögulegt
er. Spinningsalurinn er glæsilegur og rúmast hjólin vel. Rennihurðin er komin upp og skiptir salnum niður í tvo sali þegar spinning er í
gangi og þá erum við með Gravity/bolta eða þrektíma í salnum við hliðina. Mikil hefð er fyrir spinning á Bjargi og við erum
mjög heppin með kennara sem hafa bæði ástríðu fyrir tónlistinni og því að hjóla. Einföld og skemmtileg
líkamsrækt.
16.09.2014
Við bjóðum uppá alvöru heitan sal í Hot yoga. Góður raki, enginn hávaði í blásurum, nýjar dýnur,
góður hljómburður og kennarar með mikla reynslu. Þú getur mætt 3x í viku kl. 17:15, einu sinni kl. 20, svo erum við með tíma
á morgnana kl. 6:10, 9:15 og 11 og einn í hádeginu. Hot yoga fylgir þrekkortinu og að sjálfsögðu öllum námskeiðum og áskorunum
eins og spinning og Zumba.