16.10.2014
Mánaðar spinningáskorun Bjargs lauk í gær. Góð þáttaka var og 26 manns skráðu sig sem þáttakendur og mættu
flestir ótrúlega vel. Stundum eru tveir tímar á dag og tímarnir eru kl. 6:10, 8:15, 12:10, 17:30 og 18:30 þannig að þeir sem eru í
fullri vinnu höfðu ekki tök á að mæta í alla tímana. 28 tímar voru í boði og sigurvegarinn mætti í 24 tíma,
missti bara af fjórum. Við fréttum reyndar að hún hafi verið ein af þeim sem fékk ekki hjól þann 10. okt. á Dömulegum
dekurdögum en þá komu rúmlega 40 manns í spinning. Stella Guðrún Stefánsdóttir er sigurvegarinn og fær þriggja
mánaða þrekkort í verðlaun og 10 skipta Boozt kort að auki. Til hamingju Stella. Við ætlum að afhenda verðlaunin ef þú kemur
í spinning á eftir kl. 18:30. Margrét Alma kom 20 sinnum og svo voru ansi margir með 15 skipti.
14.10.2014
Við settum inn Zumbu á laugardögum á meðan Zumbááskorunin stendur yfir. Henni lýkur á morgun en við ætlum að halda henni
inni meðan aðsóknin er góð. Það var frítt í dans á laugardögum á Bjargi í nokkur ár eftir hrun. Við
ætlum að endurvekja það að nokkru leyti og bjóða öllum sem eiga kort í tækjasalinn frítt í Zumbu á laugardögum kl.
13. Ólatíminn hefur fylgt tækjakortinu frá upphafi. Þrekkortshafar geta mætt í alla opna tíma.
14.10.2014
Við seinkum heita tímanum á fimmtudögum um 1 klst.
Tímarnir eru nú á mánudögum kl. 20:00 (eins og áður) og fimmtudögum kl. 19:30
Kær kveðja,
Andrea og Guðríður
13.10.2014
Við ætlum að bjóða ungu fólki með vefjagigt að prufa einn mánuð á Bjargi fyrir aðeins 7.100kr. Allir tímar og
tækjasalur fylgja. Bendum hópnum sérstaklega á Hot Fit tímann kl. 16:15 á þriðjudögum og þrektímann á
fimmtudögum kl. 16:30.
Byrjum 21. október. Engin skráning, bara mæta og kaupa ódýrt mánaðarkort. Frí kennsla á æfingaáætlanir
í tækjasal fylgir.
08.10.2014
Já, allir sem mæta í einhverju bleiku föstudag, laugardag eða sunnudag fá frítt í tíma hjá okkur. Við höfum bætt
nokkrum tímum við venjulegu tímatöfluna, skoðið þetta vel og veljið ykkur tíma.
02.10.2014
Það var troðfullt í Hot yoga í morgun kl. 6:10. Spinningtíminn á föstudagsmorgnum hjá Tryggva er líka alltaf fullur en við erum
með um 40 hjól. Gott er því að mæta tímnlega í þessa tíma. Það eru þrír Hot yoga tímar í
dag, kl. 6:10, 9:15 og 17:15. Þrektíminn kl. 6:10 á þriðjudögum er svo í umsjón Tótu, Jonna og Örnu Bennýar og þar er
pláss fyrir 60 manns og óþarfi að mæta snemma. Hvetjum alla til að prufa þrektíma hjá þessum ungu og spræku kennurum.
29.09.2014
Heiti teygjusalurinn er opinn fyrir alla sem æfa á Bjargi. Þú getur farið inn þegar ekki eru tímar í gangi, gert þínar
æfingar í hitanum, teygt og slakað. Sumir koma í salinn bara til að slaka á en við spilum rólega tónlist allan daginn og þarna er
líka rökkur.
27.09.2014
Við mælum með því að fólk mæti snemma á sunnudögum í Hot yoga. Þetta er eini tíminn í vikunni sem er
yfirfullur. Það dugar oftast að mæta korteri fyrir tímann og taka númer í afgreiðslu. Það fer vel um 20 manns í salnum.
Oftast eru um 15 manns í hinum Hot yoga tímunum og því nóg pláss. Suma fimmtudaga er hægt að velja um þrjá Hot yoga
tíma. Næsta fimmtudag verður t.d. Hot yoga kl. 6:10. 9:15 og 17:15 og því pláss fyrir alla. Föstudagstíminn kl. 12:10 er að koma
sterkur inn og svo erum við kl. 17:15 þrisvar í viku.
25.09.2014
Bjarg er þekkt fyrir góða og fjölbreytta hádegistíma. Óli, Anna, Guðríður, Andrea, Abba, Jonni og Arna Benný sjá um
þrekið og því er fjölbreytnin endalaus. Það er aðalsmerkið okkar að kennararnir rúlla á þrektímunum og Hot yoga
tímunum t.d. sem gerir fjölbreytnina meiri og allt skemmtilegra.
24.09.2014
Hvetjum alla sem ekki hafa prufað Gravity að mæta á föstudaginn kl. 16:30 og fara í gegnum einn alvöru tíma. Gravity er fyrir fólk í
toppformi og líka þá sem eru að byrja. Álaginu stjórnar hver á einn með hæðinni á bekknum. Anna og Tóta kenna
þessa tíma og eru algjörir Gravity sérfræðingar.