16.10.2014
Mánaðar spinningáskorun Bjargs lauk í gær. Góð þáttaka var og 26 manns skráðu sig sem þáttakendur og mættu
flestir ótrúlega vel. Stundum eru tveir tímar á dag og tímarnir eru kl. 6:10, 8:15, 12:10, 17:30 og 18:30 þannig að þeir sem eru í
fullri vinnu höfðu ekki tök á að mæta í alla tímana. 28 tímar voru í boði og sigurvegarinn mætti í 24 tíma,
missti bara af fjórum. Við fréttum reyndar að hún hafi verið ein af þeim sem fékk ekki hjól þann 10. okt. á Dömulegum
dekurdögum en þá komu rúmlega 40 manns í spinning. Stella Guðrún Stefánsdóttir er sigurvegarinn og fær þriggja
mánaða þrekkort í verðlaun og 10 skipta Boozt kort að auki. Til hamingju Stella. Við ætlum að afhenda verðlaunin ef þú kemur
í spinning á eftir kl. 18:30. Margrét Alma kom 20 sinnum og svo voru ansi margir með 15 skipti.