18.09.2014
Fyrsti happdrættisvinningurinn var dregin út í gær í Zumbaáskoruninni. Við munum draga í hverri viku og allir sem eru mættir í
tímann draga miða með einhverju heilræði og á einum er aukalega vinningur. Í gær var Krúttklútur frá Öbbu í
vinning. Næst drögum við út Boozt og verða 5 vinningar í boði.
18.09.2014
Nú eru allir komnir af stað í Spinningáskoruninni. Það eru 28 tímar sem eru í boði í keppninni frá 15. sept. til 15.
okt. 40 hjól eru í salnum og sumir tímarnir eru vel fullir. Við hleypum inn í salinn um 5 mínútum fyrir tímann ef mögulegt
er. Spinningsalurinn er glæsilegur og rúmast hjólin vel. Rennihurðin er komin upp og skiptir salnum niður í tvo sali þegar spinning er í
gangi og þá erum við með Gravity/bolta eða þrektíma í salnum við hliðina. Mikil hefð er fyrir spinning á Bjargi og við erum
mjög heppin með kennara sem hafa bæði ástríðu fyrir tónlistinni og því að hjóla. Einföld og skemmtileg
líkamsrækt.
16.09.2014
Við bjóðum uppá alvöru heitan sal í Hot yoga. Góður raki, enginn hávaði í blásurum, nýjar dýnur,
góður hljómburður og kennarar með mikla reynslu. Þú getur mætt 3x í viku kl. 17:15, einu sinni kl. 20, svo erum við með tíma
á morgnana kl. 6:10, 9:15 og 11 og einn í hádeginu. Hot yoga fylgir þrekkortinu og að sjálfsögðu öllum námskeiðum og áskorunum
eins og spinning og Zumba.
14.09.2014
Spinning og Zumbaáskoranirnar eru að byrja á morgun. Spinningþáttakendur þurfa að merkja við í spinningsalnum undir eftirlit kennara við
hverja komu. Verðlaunin fyrir mætingameistarann eru 3 mánaða þrekkort og 10 skipta Booztkort.
Zumbaáskorunin er ekki keppni og það þarf ekki að skrá sig en við mætum óvænt inní tímana með happdrætti og
vinningarnir eru Booztkort, mánaðarkort, bolir, brúsar og fleira skemmtilegt. Verðið fyrir ákoranirnar er aðeins 7.100 kr. og allt innifalið, allir
aðrir tímar og tækjasalur.
13.09.2014
Það var flott mæting í Hot yoga í hádeginu á föstudaginn. Þetta er til reynslu og tíminn verður inni meðan mæting
fæst. Flott að enda vikuna á yoga og fara inní helgina í jafnvægi. Tíminn verður um klukkutími og síðast var enginn
að flýta sér í vinnuna og því hægt að taka fullan klukkutíma með stuttri slökun. Hinir Hot yoga tímarnir hafa flestir
verið akkúrat fullir. Salurinn tekur vel við 20 manns og við höfum verið með númer í afgreiðslunni til að afhenda við komu.
Höldum því áfram þannig að fyrstir koma fyrstir fá. Nóg er að mæta 10 til 15 mínútum fyrir tímann til að
komast að.
11.09.2014
Abba frumflutti nýjan Body Balance í gær. Öflugar og spennandi stöður, skemmtilegt Tai Chi og flott tónlist. Við kennum í nýja
Hot yoga salnum þannig að það er alltaf volgt inni. Ef aðsóknin verður mikil færum við tímana uppá efri hæðina í
stóran sal. Body Balance er fyrir alla sem vilja liðkast, róa hugann, bæta jafnvægið og flæðið í líkamanum.
11.09.2014
Við höfum sjaldan fengið eins marga í tíma í opnu vikunni og núna. Fólk er duglegt að prufa alla tíma og það hefur verið
troðið í Hot yoga, spinning, Body Pump, heitu rúllutímana og Zumbu t.d. Í dag er hægt að fara í þrektíma kl. 16:30, Hot yoga
kl. 17:15, heitan rúllutíma eða spinning kl. 18:30.
Það var flott mæting í heita þrektímann í morgun kl. 6:10 svo hann er komin til að vera. Næst verður Hot yoga, alltaf til skiptis.
Nýir kennarar eru að stíga sín fyrstu spor með glans og gamlir hafa engu gleymt.
08.09.2014
Við vígðum nýja Hot yoga salinn í gær. Hitinn er mýkri, rakinn meiri og hávaðinn í nýju ofnunum miklu minni þannig
að kennarinn getur sleppt microfóninum. Það komast rúmlega 20 manns inn og við læsum hurðinni þegar fullt er orðið í salnum.
Góður hljómur er í salnum, speglar alla leið niður í gólf sem er nýtt og óbrotið. Hvetjum alla til að mæta
tímanlega í heitu tímana en það verða t.d. tveir opnir þrektímar á morgun. Ekki er æskilegt að fara inn með skó,
töskur eða yfirhafnir, notið búningsherbergin.
04.09.2014
Frá og með 8. september lengist opnunartíminn. Það verður þá opið frá 6 til 23 mánudaga, þriðjudaga, miðvikdaga og
fimmtudaga. 6 til 21 á föstudögum, 9 til 16 á laugardögum og 10 til 16 á sunnudögum.
03.09.2014
Við þurfum að færa Body Balance aftur um korter í dag vegna Dekurnámskeiðsins sem er að byrja. Tíminn verður framvegis kl. 17:15 á
miðvikudögum.