21.05.2014
Við framlengjum tilboðið á þrekkortinu til 3. júní. Árskort á 86.000 kr. og þrír mánuðir í
kaupbæti.
20.05.2014
Sumartaflan tekur við 26. maí með fjölbreyttum og skemmtilegum tímum. Þá breytist opnunartíminn líka. Á mánudögum og
miðvikudögum verður opið frá 6 til 21. Á þriðjudögum og fimmtudögum frá 6 til 23, 6 til 19 á föstudögum, 9 til 16
á laugardögum og 10 til 14 á sunnudögum. Ef notkunin á kvöldin verður léleg þá styttum við opnunartímann. Einnig ef
einhverjir tímar eru illa sóttir þá leggjum við þá niður.
16.05.2014
Tryggvi er með Bjargþrekið í fyrramálið og hann lætur fólkið örugglega taka vel á því. Abba er með Body Balance,
alltaf jafnvinsæll tími, öflug blanda af yoga og Pilates við æðislega tónlist. Anna lætur alla í FIMM/TVEIR hópinum
örugglega finna fyrir því á þrekæfingu á meðan Abba verður með meistaraflokkinn í handbolta í Hot yoga.
Opinn Hot yoga tími verður svo á sunnudaginn, 60 mínútna tími kl. 11, Abba kennir.
Óli er nýbúin að þrífa útigufuna, eimgufa af bestu gerð.
Sigrún býr síðan til bestu smothie drykkina.
13.05.2014
Núna eru 3 heitir þrektímar vikulega og einn volgur. Annan hvern miðvikudagsmorgun kl. 8:15 er heitur þrektími hjá Öbbu og sá fyrsti er
á morgun. Opinn tími fyrir alla sem eru með þrekkort og aðra sem vilja prufa frábæra og öðruvísi tíma. Einn tíminn
er á mánudögum kl. 17:30, annar á þriðjudögum kl. 16:30 og volgi tíminn er á fimmtudögum kl. 16:30. Þetta eru
vaxtamótandi, styrkjandi og liðkandi tímar.
13.05.2014
5 vikna námskeið fyrir þær sem vilja æfa til 23. júní og eru svo á leið í frí. Aðeins 12.000 kr. 3 tímar vikulega
kl. 16:30, Zumba á mánudögum, heitt þrek á þriðjudögum og volgt þrek með góðum teygjum á fimmtudögum.
Innifalið er frjáls mæting í tækjasal og alla tíma. Arna Benný kennir Zumbu og Abba sér um heitu tímana. Byrjum 19. maí.
11.05.2014
Arna Benný er upptekin vegna boltans á mánudag og við ætlum því að færa tímann yfir á fimmtudaginn. Þannig að
það verður ekki Zumba á morgun, heldur fimmtudag í þessari viku.
11.05.2014
Við erum með opið fyrir alla 14 ára og eldri sem vilja prufa tíma núna í maí. Bjóðum ykkur velkomin í t.d. Hot yoga, spinning,
þrektíma, heita þrektíma, útitíma og fleira.
08.05.2014
Við hvetjum alla sem mæta í ræktina á laugardaginn að mæta í skærum Pollapönkslitum og vera fordómalaus allan daginn. Fimm/tveir
hópurinn æfir kl. 11:30 og ætla að vera í skæru litunum. Hvernig er með Body Balance konurnar og Bjargþrekshópinn? Áskorun um
að gera það sama og líka þau sem mæta í salinn.
04.05.2014
Við erum að klára nokkur námskeið í næstu viku. Næsta fimmtudag verður volgur þrektími kl. 16:30 og síðasti Hot yoga
tíminn á fimmtudegi í bili. Hot yoga tíminn á sunnudegi færist aftur um hálftíma og verður kl. 11 í sumar. Eftir 9. maí
fellur spinningtíminn á þriðjudögum niður, heiti þrektíminn á þriðjudagsmorgnum færist yfir á miðvikudaga og verður
til skiptis á móti venjulegum þrektíma. Hot yogatíminn á þriðjudagsmorgnum færist yfir á miðvikudaga.
03.05.2014
Já, Óli ætlar að vera með námskeið í maí og fram í júní. Skokk og æfingar, oftast úti, en möguleiki
á innitíma ef veðrið er leiðinlegt. Hann verður á pallinum á Bjargi en ferðast líka um bæinn með hópinn.
Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og þeir eru opnir fyrir þrekkortshafa. 6 vikna námskeið kostar 15.000
kr. Byrjum 12. maí.