Fréttir

Zumbagleði

Núna eru búnir tveir tímar í zumbunni og dansinn dunaði, ljósin blikkuðu, skvísurnar svitnuðu og gleðin var allsráðandi.  Ef einhver náði ekki fríum kynningartíma er allt í lagi að koma á fimmtudaginn og prufa frítt. Salurinn er risastór og tekur hæglega 60 dansara.

Zumba á morgun.

Gaman, gaman, Zumban er að byrja á morgun kl 16:30.  Opinn tími fyrir alla sem vilja prufa og líka næsta mánudag.

Æfing dagsins

Óli setur æfingu dagsins á töfluna 2x í viku, 4 æfingar alls.  Oftast er önnur meira þol en hin góðar styrktaræfingar.  Hann er í salnum á þriðjudögum og fimmtudögum oftast frá kl. 6 til kl 16.  Alltaf til í að leiðbeina og það fylgir með kortinu.  Skemmtilegar og fjölbreyttar æfingar sem henta öllum.

Enn hægt að komast að í dekri, dansi og djammi.

Það er yfirfullt á dekurnámskeiðið kl. 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum.  Þokkalega fullt á Nýtt útlit en hægt að bæta nokkrum við og einnig í dekri, dansi og djammi.  Þetta er eðalblanda fyrir konur að dansa í sig gleðina, styrkja miðjuna og allt hitt í heitu þrektímunum, og tengja svo sál og líkama í Body Balance og Hot yoga.  Ef heita þrekið fer illa í einhverja er möguleiki á venjulegum þrektímum kl. 16:30 á miðvikudögum, þar sem við notum Gravitybekkina góðu, hjólin, palla og fleira skemmtilegt.

Möguleiki á að kaupa sig inní tíma 1x í viku!

Við bjóðum fólki sem hefur lítinn tíma eða heilsu til að æfa mörgum sinnum í viku þann kost að kaupa sig inní einn tíma vikulega fram í miðjan maí.  16 vikur kosta 14.000 kr. og viðkomandi getur valið sér tíma, spinning, Hot yoga, heitt þrek eða eitthvað annað.  Mögulegt er að kaupa sig inní tíma 2x í viku fyrir 28.000 kr.  Bjargþrekið á laugardagsmorgnum fylgir með en ekki tækjasalur.

Vigtun, þolinmæði, námskeið!

Núna eru námskeiðin að byrja og mikið að gera í afgreiðslunni og þröngt á bílasæðunum.  Þá er það bara þolinmæðin og kannski að ganga á Bjarg ef þið eigið heima nálægt.  Svo er líka frítt í strætó.  Dekurnámskeiðið byrjar í dag og það komu rúmlega 30 í heita tímann í gær, en hann er að hluta til fyrir Nýtt útlit.  Þau eru samt flest að byrja í dag og líka dekur, dans og djamm.  Abba vigtar og mælir fyrir tímann sem er 16:30 og eftir 17:30 tímann.  Gott að fá tölurnar á blað og stefna að 10% léttingu á mislöngum tíma. 

Fullt á Dekurnámskeiðið

Það er fullt á Dekurnámskeiðið hennar Öbbu.  Við sjáum til eftir fyrstu vikuna hvort eitthvað losnar fyrir biðlistann.  Enn er pláss fyrir 10 manns á Nýtt útlit stig 2 og dekur, dans og djamm námskeiðið.  Við skráum frekar langa biðlista og náum oft að koma ansi mörgum inn af þeim. Námskeiðin byrja eftir helgina og eru margar búnar að prufa tímana í þessari viku og klára harðsperrurnar, gott að vera laus við þær.  Við munum vigta og mæla alla sem það vilja og skrá niður til að taka þátt í áskoruninni.  Hjá okkur vinna allir sem ná markmiðunum, ekki bara einn sem fær verðlaun.

Dekur, dans og djamm

Þetta námskeið er fyrir þær sem vilja dansa Zumbu, koma í Hot yoga, svitna vel í heita þrekinu hjá Öbbu og styrkja miðjuna og detta svo inní einn og einn Body Balance tíma. Tækjasalurinn fylgir með, 15 vikur á aðeins 37.000 kr.  Abba og Arna Benný kenna flesta tímana.

Mánaðarkortin í tækjasalinn eru vinsæl.

Við höfum boðið uppá kreppukort síðan 2009.  Þau kostuðu 50% minna en venjulegt mánaðarkort og þá þurfti viðkomandi að mæta í ræktina milli kl. 10 og 16.  Við erum enn að selja ódýr kort sem gilda allan daginn í tækjasalinn og kosta bara 6900 kr.  Frábær kostur fyrir þá sem vilja prufa okkar góða sal og einnig ef þú ert kannski á förum eitthvert og vilt ekki binda þig lengi.

Þrektímar kl 6:10

Óli og Tóta skiptast á að kenna þrektímana á morgnana kl.  6:10.  Óli verður með tímann í fyrramálið, frítt fyrir alla sem vilja prufa.  Það eru líka þrektímar kl. 8:15, 12:10 og 16:30 sem tilheyra þrekkortinu.