08.05.2014
Við hvetjum alla sem mæta í ræktina á laugardaginn að mæta í skærum Pollapönkslitum og vera fordómalaus allan daginn. Fimm/tveir
hópurinn æfir kl. 11:30 og ætla að vera í skæru litunum. Hvernig er með Body Balance konurnar og Bjargþrekshópinn? Áskorun um
að gera það sama og líka þau sem mæta í salinn.
04.05.2014
Við erum að klára nokkur námskeið í næstu viku. Næsta fimmtudag verður volgur þrektími kl. 16:30 og síðasti Hot yoga
tíminn á fimmtudegi í bili. Hot yoga tíminn á sunnudegi færist aftur um hálftíma og verður kl. 11 í sumar. Eftir 9. maí
fellur spinningtíminn á þriðjudögum niður, heiti þrektíminn á þriðjudagsmorgnum færist yfir á miðvikudaga og verður
til skiptis á móti venjulegum þrektíma. Hot yogatíminn á þriðjudagsmorgnum færist yfir á miðvikudaga.
03.05.2014
Já, Óli ætlar að vera með námskeið í maí og fram í júní. Skokk og æfingar, oftast úti, en möguleiki
á innitíma ef veðrið er leiðinlegt. Hann verður á pallinum á Bjargi en ferðast líka um bæinn með hópinn.
Tímarnir verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:15 og þeir eru opnir fyrir þrekkortshafa. 6 vikna námskeið kostar 15.000
kr. Byrjum 12. maí.
03.05.2014
Við ætlum að halda áfram með ódýru tækjasalskortin þar sem Bjargþrekið á laugardagsmorgnum fylgir með. Árskort
á 49.000kr.
Hinn kosturinn er Þrekkortið. Það veitir aðgang að tækjasal og öllum tímum nema einstaka lokuðum námskeiðum. Hot yoga og Body
Balance fylgja þrekkortinu frá 1. maí. Þannig að nú geta allir sem eiga þrekkort mætt í Hot yoga og fleiri skemmtilega tíma.
Næsta vetur verða þessir tveir möguleikar áfram.
Það verður samt hægt að kaupa 10 tíma kort í Hot yoga áfram.
29.04.2014
Það verður lokað 1. maí á Bjargi. Hvetjum alla til að koma í 1. maí hlaup UFA við Þórsvöllinn kl. 12. 5 km hlaup
fyrir almenning, 400m hlaup fyrir leikskólakrakka og skólahlaup og keppni milli skóla fyrir grunnskólanema.
29.04.2014
Tímataflan breytist frá 9. maí og svo aftur 26. maí. Hot yoga og Body Balance verða inní þrekkortinu en það verður samt áfram
hægt að kaupa 10 tíma kort á 10.000 kr í sumar. Væntanlegar töflur.
25.04.2014
Body Balance tíminn á miðvikudögum verður í framtíðinni kl. 17:00. Hentugra fyrir flesta og meira næði í heita pottinum eftir
tímann fyrir hópinn. Við höldum áfram að selja 10 tíma kort í þessa tíma en síðan fara þeir inní
þrekkortið um miðjan maí.
25.04.2014
Það er góður hópur mættur á fimm/tveir námskeiðið okkar. Þau byrjuðu á miðvikudaginn í pumpi hjá
Önnu og spinning hjá Óla. spjall og vigtun. Í gær voru þau ein í stöðinni með Hrönn, Óla og Öbbu og
þá var mælt, myndað og tekið hrikalega á því í tækjasalnum. Öflugur og skemmtilegur hópur sem ætlar að gera
það sem þarf til að léttast.
22.04.2014
Það verður lokað á Bjargi á sumardaginn fyrsta, næsta fimmtudag.
19.04.2014
Hot yoga tímunum fækkar með hækkandi sól. Tímarnir á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:30 eru hættir og
miðvikudagstíminn kl. 20 líka. 4 tímar eru ennþá inni, þriðjudagar kl. 9:15 og 17:30, fimmtudagar kl. 17:30 og sunnudagar kl. 10:30.
Þetta gæti breyst svo nú er um að gera að fylgjast vel með.