Fréttir

Frumflutningur

Anna er búin að frumflytja nýja Body Pumpið, algert æði hef ég heyrt.  Hóffa og Abba frumflytja nýjan Body Balance á morgun kl. 17:30.  Góðar æfingar við einstaka tónlist. 

Happdrætti í Hot yoga

Það geta allir átt von á vinningi sem mæta í Hot yoga í mars.  Allir drógu miða á sunnudaginn (um 35 manns) og á miðanum voru heilræði og vinningur á einum þeirra, 10 tíma kort í Hot yoga.  Hvetjum alla sem eru með í áskoruninni að mæta lágmark 4x í viku og finna ávinninginn.  Annars eru margir að koma 1x-2x í viku sem er flott með annarri hreyfingu. 

Skólatilboð í Hot yoga og Zumbu!

Allir skólanemar geta núna keypt ódýr 10 tíma kort í Hot yoga og Zumbu.  Kortin kosta aðeins 5.000 krónur og verða til sölu út apríl.  Þessir tímar eru vinsælir hjá unga fólkinu og við ætlum að koma til móts við þau og gefa 50% afslátt af þessum kortum. 

Ódýr skólakort

Við seljum öllum skólanemum árskort í tækjasal fyrir 35.000 krónur sem er einstaklega glæsilegt tilboð.  Salurinn er vel búin með fullt af búnaði sem nútímaþjálfun krefst.  Aðgangur að öðrum sölum stöðvarinnar er frjáls milli hóptíma.  Hvetjum skólanema til að koma og skoða okkar aðstöðu, útipottana, útigufuna og útiaðstöðuna sem er okkar sérkenni yfir sumartímann.

Vinur í viku!

Árskorti í tækjasal og þrekkorti fylgir að bjóða vini að æfa með korthafa í heila viku.  Hvetjum alla til að nota þetta góða boð.

DVD spinning

Óli ætlar að setja upp tjald og vera með dvd spinning á morgun kl 17:15.  Hann mun velja flott myndbönd við enn flottari tónlist og þá er hægt að sjá hver er hljómsveitin á bakvið lagið.  Opið fyrir alla sem vilja byrja helgina á skemmtilegan hátt.

Hot yoga áskorun í mars

Nú er tækifærið, áskorun í mars, 10 tímar vikulega og kostar aðeins 10.000 kr. mánuðurinn.  Núna ætla kennararnir að skipuleggja allan mánuðinn og ákveða hvað verður í hverjum tíma og senda á Þátttakendur.  Byrjendarímar verða í boði fyrstu tvær vikurnar, líka krefjandi power yoga og flæðandi vinyasa tímar í bland við okkar góðu Hot yoga tíma.  Einn tími fer í öndun og hugleyðslu, annar í þægilegar teygjur og langa slökun og einhverjir verða heppnir og fá happdrættisvinninga.  Skráning á bjarg@bjarg.is eða í afgreiðslunni á Bjargi.

Spinningnámskeið

Það er mjög einfalt og gott þegar maður byrjar að æfa að setjast á hjólið og hjóla.  Frábær þolþjálfun fyrir alla, slökun fyrir hugann eftir vinnu eða skóla og mikil brennsla fyrir þau sem vilja léttast.  5 vikna námskeið hefst 3. mars og kostar 12.000 kr.  Möguleiki á þremur spinningtímum og Bjargþrekið á laugardögum fylgir með. Vigtun og mælingar ásamt fræðslu fyrir þau sem það vilja.

5 vikna áskorun!

Við skoruðum á ykkur á nýju ári að léttast um 10% á 5, 10 eða 15 vikum.  Núna er vigtun í gnagi þessa viku sem létu vigta sig 6.-13. janúar.  Einn er allavega kominn með 10% léttingu á 5 vikum, rúmlega 11 kíló og geri aðrir betur.  Hann vann sér inn 6 mánaða þrekkort sem má nota þegar hentar.

10 tíma kort

Hægt er að kaupa 10 tíma kort í flesta tíma á Bjargi.  T.d. eru 10 tíma kortin í Hot yoga mjög vinsæl og kosta bara 10.000 kr.  Möguleiki er að kaupa 10 tíma í Body Balamce pg Zumbu.  Tryggvi er líka með 10 tíma kort í sína tíma. 10 tíma kortin er góð til að prufa hina og þessa tíma áður er fólk ákveður að kaupa t.d. þrekkort heilt ár.